/

Deildu:

Axel Bóasson og Guðrún Brá Björgvinsdóttir. Mynd/seth@golf.is
Auglýsing

KPMG-mótið hefst föstudaginn 19. júlí en það er jafnframt fjórða mótið á Mótaröð þeirra bestu á þessu tímabili. Keppt verður um Hvaleyrarbikarinn hjá Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði.

Nú þegar er ljóst að flestir af bestu kylfingum landsins verða á meðal keppenda. Má þar nefna Íslandsmeistarana í kvenna og karlaflokki 2018, Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur, GK, og Axel Bóasson úr GK.

Fjölmargir nýkrýndir klúbbmeistarar hafa skráð sig til leiks auk atvinnukylfinga á borð við Andra Þór Björnsson, GR, Ólaf Björn Loftsson, GKG. Rúnar Arnórsson, GK, Íslandsmeistari í holukeppni 2019 er á meðal keppenda.

Guðrún Brá er með lægstu forgjöfina í kvennaflokki eða -2,3. Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR kemur þar næst með -1. Meðalforgjöf kvenna í mótinu er 2,5 en alls eru 17 konur skráðar til leiks.

Axel Bóasson er með lægstu forgjöfina í karlaflokki eða -3,5. Þar á eftir kemur hinn 17 ára gamli Dagbjartur Sigurbrandsson úr GR með -2,8. Sex kylfingar eru með -2,5 – -2 í forgjöf og má þar nefna Andra Þór Björnsson atvinnukylfing úr GR sem er með -2,5.

Alls eru 81 keppendur skráðir til leiks og koma þeir frá 14 klúbbum víðsvegar af landinu. Flestir eru frá GR eða 22 og GK er með 16 keppendur.

1GR22
2GK16
3GKG14
4GM 11
5GA4
63
7GV2
8GS2
9GOS2
10NK 1
11GVS1
12GO1
13GHD1
14GB1

Engar undantekningar á skráningu verða leyfðar í mótið eftir að skráningu lýkur.

Leikfyrirkomulag

Höggleikur í flokki karla og kvenna, 54 holur leiknar, 18 holur á föstudegi, laugardegi og 18 holur á sunnudegi. Niðurskurður verður eftir annan hring en þá komast áfram 70% af fjölda keppenda úr hvorum flokki.

Hámarksfjöldi kylfinga í mótið er 144 Þátttökurétt hafa bæði áhugamenn og atvinnumenn að lágmarki 42 í hvorum flokki. Í karlaflokki er hámarksforgjöf 5,5 og í kvennaflokki 8,5 og skulu keppendur vera meðlimir í viðurkenndum golfklúbbi.

Stigakeppni Golfklúbba

Hver golfklúbbur skráir 3-4 karla og 2-3 konur úr hópi sinna keppenda sem taka þátt í hverju stigamóti og tilkynna nöfnin tilmotanefnd@golf.is a.m.k. tveimur sólarhringum fyrir mót. Þannig þurfa lið ekki að vera skipuð sömu einstaklingunum í öllum mótunum. Þrjú bestu heildarskor karla og tvö bestu heildarskor kvenna telja í keppninni og fá liðin stig í samræmi við árangur, á sama hátt og í stigakeppni einstaklinga. Þau lið sem eru með flest stig í lok sumars hljóta titilinn stigameistarar golfklúbba.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ