Auglýsing

Úrslitin á Íslandsmóti golfklúbba 2022 í 1. deild karla og kvenna ráðast laugardaginn 23. júlí á Hlíðarvelli í Mosfellsbæ.

Undaúrslitaleikirnir fóru fram í dag, á Korpúlfsstaðavelli í 1. deild karla og á Hlíðavelli í 1. deild kvenna.

Í 1. deild karla leika Golfklúbbur Reykjavíkur og Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar um Íslandsmeistaratitilinn.

GR hafði betur gegn GM í undanúrslitaleiknum þar sem að úrslitin réðust á 19. holu í einum tvímenningsleiknum.

GKG sigraði GA 3 1/2 – 1 1/2 í hinum undanúrslitaleiknum.

Í 1. deild kvenna mætast GR og GM í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn 2022.

GR sigraði GK, og GM hafði betur gegn GKG í hinum undanúrslitaleiknum

GKG mætir GK í leiknum um þriðja sætið.

Úrslitaleikirnir í kvennaflokki hefjast rétt fyrir 8:54 á laugardag og úrslitaleikirnir í karlaflokki hefjast um 9:30.

Nánar á golf.is.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ