Auglýsing

Íslandsmót golfklúbba 2022 í 1. deild kvenna fer fram dagana 21.-23. júlí og verður leikið á Hlíðavelli í Mosfellsbæ hjá GM og Korpúlfsstaðavelli hjá GR.

Fyrst var keppt um Íslandsmeistaratitli golfklúbba árið 1982 og er mótið í ár það 41. í röðinni.

Í undanúrslitum mættust GM – GK, og GR – GKG.

Undaúrslitaleikirnir fóru fram í dag.

GM og GR mætast í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn 2022 í efstu deild kvenna.

Golfklúbbur Mosfellsbæjar sigraði Golfklúbbinn Keili 3.5-1.5.

Golfklúbbur Reykjavíkur sigraði Golfklúbb Kópavogs og Garðabæjar 3-2.

GK og GKG leika um þriðja sætið.

1. deild kvenna 1.-4. sæti – smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og úrslit:

1. deild kvenna 5.-8. sæti – smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og úrslit:

<strong>Lið GKG sem endaði í þriðja sæti á Íslandsmóti golfklúbba 2022<strong> <strong>Myndsethgolfis<strong>
<strong>Lið GK sem endaði í fjórða sæti á Íslandsmóti golfklúbba 2022 Myndsethgolfis <strong>

Myndasafn frá mótinu er hér:

NK, GO og GSS leika um sæti 5.-7. og fara þeir leikir fram laugardaginn 23. júlí.

Alls eru 7 lið sem leika í efstu deild kvenna þar sem að keppt er um Íslandsmeistaratitil golfklúbba 2022 í efstu deild kvenna.

Fyrstu tvær umferðirnar í 1. deild kvenna, fimmtudaginn 21. júlí, verða leiknar á Korpúlfsstaðavelli. Umferð 3 og undanúrslitin fara fram á Hlíðavelli föstudaginn 22. júlí.

Úrslitin í 1. deild kvenna ráðast á Hlíðavelli laugardaginn 23. júlí.

Keppnisfyrirkomulagið er með hefðbundnum hætti.

Alls eru 7 lið sem leika í efstu deild kvenna.

Liðunum var skipt í tvo riðla, A og B.

A-riðill B-riðill
GR – Golfklúbbur Reykjavíkur GM – Golfklúbbur Mosfellsbæjar
GK – Golfklúbburinn KeilirGKG – Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar
GSS – Golfklúbbur Skagafjarðar NK – Nesklúbburinn
GO – Golfklúbburinn Oddur


Í A-riðli eru GR, GK, og GSS.

A-riðill: Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og úrslit.

Golfklúbbur Reykjavíkur: Berglind Björnsdóttir, Eva Karen Björnsdóttir, Árný Eik Dagsdóttir, Bjarney Ósk Harðardóttir, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir,
Nína Margrét Valtýsdóttir og Ásdís Valtýsdóttir.

Golfklúbbur Skagafjarðar: Dagbjört Sísí Einarsdóttir, Hildur Heba Einarsdóttir, Telma Ösp Einarsdóttir, Una Karen Guðmundsdóttir, Dagbjört Rós Hermundsdóttir, Anna Karen Hjartardóttir, Árný Lilja Árnadóttir, Sigríður Elín Þórðardóttir.

Golfklúbburinn Keilir: Þórdís Geirsdóttir, Sara Margrét Hinriksdóttir, Lilja Dís Hjörleifsdóttir, Hafdís Alda Jóhannsdóttir, Bryndís María Ragnarsdóttir, Þóra Kristín Ragnarsdóttir, Anna Sólveig Snorradóttir og Maríanna Ulriksen.

Golfklúbbur Reykjavíkur og Golfklúbburinn Keilir hafa báðir sigrað Golfklúbb Skagafjarðar 5-0 í fyrstu tveimur umferðunum. GR og GK mætast í úrslitaleik um efsta sætið í riðlinum á föstudagsmorgun.

3. umferð

GR sigraði GK 3-2 í lokaumferð A-riðils. GR mætir GKG í undanúrslitum og GK mætir GKG í hinni undanúrslitaviðureigninni – sem fara fram í dag.

2. umferð

1. umferð


Í B-riðli eru GM, GKG, NK og GO.

B-riðill: Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og úrslit.

Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar: Ástrós Arnarsdóttir, Katrín Hörn Daníelsdóttir, Gunnhildur Hekla Gunnarsdóttir, María Björk Pálsdóttir, Karen Lind Stefánsdóttir, Saga Traustadóttir, Anna Júlía Ólafsdóttir og Elísabet Ólafsdóttir.

Golfklúbbur Mosfellsbæjar: Berglind Erla Baldursdóttir, Katrín Sól Davíðsdóttir, Nína Björk Geirsdóttir, María Eir Guðjónsdóttir, Kristín Sól Guðmundsdóttir, Pamela Ósk Hjaltadóttir, Sara Kristinsdóttir, Arna Rún Kristjánsdóttir.

Golfklúbburinn Oddur: Birgitta Maren Einarsdóttir, Hrafnhildur Guðjónsdóttir, Sólveig Guðmundsdóttir, Berglind Rut Hilmarsdóttir, Etna Sigurðardóttir, Laufey Sigurðardóttir, Auður Skúladóttir, Dídí Ásgeirsdóttir.

Nesklúbburinn: Helga Kristín Einarsdóttir, Karlotta Einarsdóttir, Helga Kristín Gunnlaugsdóttir, Ragna Kristín Guðbrandsdóttir, Ragna Björg Ingólfsdóttir, Ágústa Dúa Jónsdóttir, Elsa Nielsen og Þyrí Valdimarsdóttir.

GM og GKG eru bæði með 2 vinninga eftir fyrstu tvær umferðirnar og mætast í úrslitaleik um efsta sætið fyrir hádegi á föstudag. Bæði lið eru örugg í undanúrslit.

3. umferð

GM og GKG leika til undanúrslita en Nesklúbburinn og Golfklúbburinn Oddur leika um 5.-7. sætið. Undanúrslitaleikirnir fara fram í dag.

2. umferð

1. umferð

Í A-riðli leikur hvert lið tvo leiki í riðlakeppninni, í B-riðli leika liðin þrjá leiki. Í hverri viðureign eru leiknir tveir fjórmenningsleikir og þrír tvímenningsleikir.

Tvö efstu liðin úr hvorum riðli komast í undanúrslit.

Efsta liðið í A-riðli leikur í undanúrslitum gegn liðin nr. 2 úr B-riðli.

Efsta liðið úr B-riðli leikur í undanúrslitum gegn liði nr. 2 úr A-riðli.

Neðsta liðið í 1. deild kvenna fellur í 2. deild.

Golfklúbbur Reykjavíkur hefur titil að verja í kvennaflokki í efstu deild.

Fyrst var leikið á Íslandsmóti golfklúbba í kvennaflokki árið 1982. Mótið í ár er það 41. í röðinni. Frá árinu 1982 hafa 4 klúbbar fagnað þessum titli.

Golfklúbbur Reykjavíkur hefur oftast sigrað eða 22 sinnum, þar á eftir kemur Golfklúbburinn Keilir með 15 titla, Golfklúbbur Mosfellsbæjar er með 3 titla þar sem að keppendur léku fyrir Golfklúbburinn Kjölu. Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar hefur tvívegis fagnað sigri í efstu deild kvenna á Íslandsmóti golfklúbba.

Íslandsmót golfklúbba GSÍ – Íslandsmeistarar frá upphafi:

1982Golfklúbbur Reykjavíkur
1983Golfklúbbur Reykjavíkur
1984Golfklúbbur Reykjavíkur
1985Golfklúbburinn Keilir
1986Golfklúbbur Reykjavíkur
1987Golfklúbbur Reykjavíkur
1988Golfklúbbur Reykjavíkur
1989Golfklúbburinn Keilir
1990Golfklúbbur Reykjavíkur
1991Golfklúbburinn Keilir
1992Golfklúbbur Reykjavíkur
1993Golfklúbbur Reykjavíkur
1994Golfklúbburinn Keilir
1995Golfklúbburinn Keilir
1996Golfklúbburinn Keilir
1997Golfklúbburinn Keilir
1998Golfklúbburinn Kjölur
1999Golfklúbbur Reykjavíkur
2000Golfklúbbur Reykjavíkur
2001Golfklúbburinn Kjölur
2002Golfklúbburinn Keilir
2003Golfklúbburinn Keilir
2004Golfklúbbur Reykjavíkur
2005Golfklúbbur Reykjavíkur
2006Golfklúbburinn Keilir
2007Golfklúbburinn Kjölur
2008Golfklúbburinn Keilir
2009Golfklúbburinn Keilir
2010Golfklúbbur Reykjavíkur
2011Golfklúbbur Reykjavíkur
2012Golfklúbbur Reykjavíkur
2013Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar
2014Golfklúbburinn Keilir
2015Golfklúbbur Reykjavíkur
2016Golfklúbbur Reykjavíkur
2017Golfklúbbur Reykjavíkur
2018Golfklúbbur Reykjavíkur
2019Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar
2020Golfklúbbur Reykjavíkur
2021Golfklúbbur Reykjavíkur

Fjöldi titla:

Golfklúbbur Reykjavíkur (22)
Golfklúbburinn Keilir (13)
Golfklúbburinn Kjölur / Golfklúbbur Mosfellsbæjar (3)
Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar (2)

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ