/

Deildu:

Símamótið.
Auglýsing
– Annað mót ársins 2016 á Eimskipsmótaröðinni fer fram á Hlíðavelli
– Góð veðurspá fyrir helgina í Mosfellsbæ

Það er öruggt að keppnin um efstu sætin á Símamótinu á Eimskipsmótaröðinni á Hlíðavelli í Mosfellsbæ verður afar hörð. Keppnin hefst á föstudaginn og er þetta annað mót keppnistímabilsins 2016 en leikið var á Strandarvelli á Hellu fyrir hálfum mánuði.

Keppendalistinn á Símamótinu er áhugaverður og margir kylfingar bætast í hópinn. Þar má nefna Gísla Sveinbergsson (GK), Guðmund Ágúst Kristjánsson (GR), Harald Franklín Magnús (GR) og Rúnar Arnórsson (GK) en þeir hafa allir verið að leika með háskóliðum sínum í Bandaríkjunum í vetur. Þetta er fyrsta mótið hjá þeim á þessu ári á Eimskipsmótaröðinni.

Kristján Þór Einarsson úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar hefur titil að verja á Símamótinu en hann hafði betur gegn Guðjóni Henning Hilmarssyni úr GKG í bráðabana um sigurinn í fyrra.

Sömu sögu er að segja af Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur úr GK sem er að mæta til leiks eftir Bandaríkjadvölina í vetur. Alls eru 21 kylfingur skráður til leiks í kvennaflokknum útlit fyrir skemmtilega og harða rimmu um efstu sætin. Guðrún Brá sigraði á Símamótinu í fyrra sem fór einnig fram á Hlíðavelli í Mosfellsbæ.

Ungir kylfingar sem létu svo sannarlega að sér kveða um síðustu helgi á Íslandsbankamótaröðinni eru á meðal keppenda á Símamótinu. Þar má nefna Ingvar Andra Magnússon úr GR sem gerði sér lítið fyrir og fékk 9 fugla og lék á 7 höggum undir pari á lokadeginum í flokki 15-16 ára. Hulda Clara Gestsdóttir er yngsti keppandinn í kvennaflokki en hún er 14 ára gömul en hún sigraði flokki 14 ára og yngri á Íslandsbankamótaröðinni um s.l. Helgi.

Það eru fjölmargir Íslandsmeistarar á meðal keppenda á Símamótinu. Þar ber hæst að sjálfur Íslandsmeistarinn 2015, Þórður Rafn Gissurarson úr GR, mætir til leiks. Þórður Rafn hefur leikið á 12 atvinnumótum á þessu ári á þýsku ProGolf mótaröðinni og kemur hann beint frá Austurríki þar sem hann náði fínum árangri um s.l. helgi.

Landsliðsþjálfarinn Úlfar Jónsson úr GKG er á meðal keppenda en hann er sexfaldur Íslandsmeistari. Heiðar Davíð Bragason úr Hamri á Dalvík er einnig skráður til leiks en hann varð Íslandsmeistari árið 2006.. ÓIafur Björn Loftsson úr GKG, Íslandsmeistari 2009, er einnig á keppendalistanum.

Af öðrum áhugaverðum keppendum á Símamótinu eru mörg nöfn sem koma þar til greina. Hlynur Geir Hjartarson (GOS), Magnús Lárusson (GJÓ), Nökkvi Gunnarsson (NK), Sigurjón Arnarsson (GR) auk fjölmargra yngri kylfinga sem eru að berja á dyrnar hjá A-landsliði karla og kvenna.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ