/

Deildu:

Auglýsing

Þetta er stórt ár í sögu Golfsamband Íslands og í dag fagnar sambandið 80 ára starfsafmæli. Því vil ég nota tækifærið og senda kylfingum og þeim sem starfa í golfhreyfingunni á Íslandi góðar kveðjur í tilefni dagsins.

Hápunkti sumarsins var náð um síðustu helgi er Íslandsmótið í golfi fór fram í Vestmannaeyjum. Völlurinn var stórkostlegur og keppendur til fyrirmyndar og ánægjulegt að sjá öll þessu tilþrif. Þrátt fyrir veðurskell á lokadeginum og söguleg lok á mótinu sjálfu, þá var sannarlega boðið upp á mikla golfveislu í blíðskaparveðri framan af. Tvö vallarmet voru jöfnuð og kylfingar fóru holu í höggi.

Golfhreyfingin hefur aldrei verið fjölmennari og iðkendur fleiri en nokkru sinni fyrr.

Samkvæmt nýjustu tölum frá 1. júlí eru um 23.300 kylfingar skráðir sem félagsmenn í golfklúbba landsins. Það er 5% fjölgun frá árinu 2021. Íþróttin er í miklum blóma og vonumst við til að sjá til sólar þessar síðustu vikur sumarsins.

Við viljum því hvetja ykkur til að til að spila golf um allt land og birta mynd af ráshópnum á Instagram undir myllumerkjunum #sladuigegn og #gsi80.

Einn heppinn kylfingur verður dreginn út 31. ágúst sem fær gjafabréf á tvær nætur með morgunverð á Fosshótel Stykkishólmi og þriggja rétta kvöldverði fyrir tvo annað kvöldið ásamt golfveislu.

Framundan eru frábærir dagar til þess að iðka skemmtilega íþrótt í góðum félagsskap – nýttu tækifærið og taktu þátt í skemmtilegum leik samhliða því að spila golf.

Það eina sem þú þarft er að gera er að spila golf, taka mynd af ráshópnum, setja inn á Instagram og nota réttu myllumerkin. Þá átt þú góða möguleika á að vinna þennan veglega vinning.

Hátíðarkveðja, Hulda Bjarnadóttir, forseti Golfsambands Íslands.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ