Samstarfsaðilar

Íslandsmót unglinga í holukeppni fer fram á Hólmsvelli í Leiru dagana 14.-16. ágúst.

Skor, úrslit og rástímar – smelltu hér:

Myndir frá mótinu eru hér:


Úrslitaleikir:


14 ára og yngri:

Veigar Heiðarsson sigraði Markús Marelsson í úrslitum.
Guðjón Frans Halldórsson varð þriðji eftir sigur gegn Hjalta Kristjáni Hjaltasyni.
Perla Sól Sigurbrandsdóttir, sigraði Fjólu Margréti Viðarsdóttur, í úrslitum.
Pamela Ósk Hjaltadóttir sigraði Evu Kristinsdóttur í leik um þriðja sætið.

Undanúrslitaleikir 2020:

14 ára og yngri:
Veigar Heiðarsson – Guðjón Frans Halldórsson
*Veigar sigraði
Markús Marelsson – Hjalti Kristján Hjaltason
*Markús sigraði
Perla Sól Sigurbrandsdóttir – Pamela Ósk Hjaltadóttir
*Perla Sól
Eva Kristinsdóttir – Fjóla Margrét Viðarsdóttir
*Fjóla Margrét sigraði


15-16 ára
Katrín Sól Davíðsdóttir – Nína Margrét Valtýsdóttir
*Katrín Sól sigraði.
María Eir Guðjónsdóttir – Guðrún Jóna Þorsteinsdóttir Nolan
*María Eir sigraði.
Gunnlaugur Árni Sveinsson – Óskar Páll Valsson
*Gunnlaugur Árni sigraði.
Jóhann Frank Halldórsson – Bjarni Þór Lúðvíksson
*Bjarni Þór sigraði.

17-18 ára
Sigurður Arnar Garðarsson – Dagbjartur Sigurbrandsson
*Dagbjartur sigraði.
Tómas Eiríksson Hjaltested – Böðvar Bragi Pálsson
*Böðvar Bragi sigraði.
Hulda Clara Gestsdóttir – Ásdís Valtýsdóttir
*Hulda Clara sigraði
Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir – Andrea Ýr Ásmundsdóttir
*Jóhanna Lea sigraði.

19-21 árs
Kristófer Karl Karlsson – Ingi Þór Ólafson
*Kristófer Karl sigraði.
Aron Emil Gunnarsson – Daníel Ísak Steinarsson
*Aron Emil sigraði.
María Björk Pálsdóttir – Íris Lorange Káradóttir
María björk sigraði.
Inga Lilja Hilmarsdóttir – Jóna Karen Þorbjörnsdóttir
*Inga Lilja sigraði.


Leikfyrirkomulag

Holukeppni í unglingaflokkum þar sem á fyrsta degi er 18 holu forkeppni í höggleik. Úr forkeppninni fara áfram þeir 16 keppendur sem hafa lægst skor. Röðun í sæti skal fara eftir skori, sá sem hefur lægst skor fær nr. 1 í holukeppninni, næstlægsta skor nr. 2 og svo framvegis. Ef keppendur eru jafnir eftir forkeppnina ákvarðast röð þeirra eftir síðustu 9 holur, ef enn er jafnt þá skal varpa hlutkesti um röð.

Á öðrum degi skal leika fyrst 16 manna holukeppni og síðan 8 manna holukeppni þeirra sem áfram komast.

Á þriðja degi skal leika 4 manna holukeppni þeirra sem áfram komast og síðan skal leikið til úrslita , bæði um 3. sætið og um 1. sætið.

Keppt skal samkvæmt gildandi reglugerð um Íslandsmót í holukeppni í unglingaflokkum og móta- og keppendareglum GSÍ. Mótsstjórn áskilur sér rétt að breyta þessum upplýsingum áður en mótið hefst. 

Föstudagur          Höggleikur     Rástímar: 07:30

Laugardagur        Holukeppni      Rástímar: 07:30 (16 manna) 

                                                     Rástímar: 12:30 (8 manna) með fyrirvara.

Sunnudagur      Holukeppni         Rástímar: 07:30 Undanúrslit         

                                                     Rástímar: 12:30 úrslit

Rástímar og ráshópar

Rástímar verða birtir á GolfBox eftir kl.17:00 á miðvikudeginum fyrir mót. Á fyrsta keppnisdegi er keppendum raðað af mótsstjórn á rástíma en síðan hefst holukeppni.

Þátttökurréttur

Hámark 144 keppendur geta tekið þátt í Íslandsmót unglinga í holukeppni sem skiptist niður í fjóra aldursflokka. Í hverjum aldursflokki verða hámark 48 keppendur. Ef fjöldi skráðra keppenda fer yfir hámark í hverjum flokki ræður forgjöf því hverjir komast inn í hvern flokk fyrir sig, en þá ræður forgjöf að morgni 12. ágúst því hverjir komast inn í hvern flokk. Standi val á milli keppenda með jafnháa forgjöf skal hlutkesti ráða. Ef ekki næst hámarksfjöldi í einhvern ákveðinn flokk má mótsstjórn bæta við keppendum úr öðrum aldursflokkum

Piltaflokkur
19 – 21 ára
12 keppendur
Hvítir teigar
4.000,- kr.

Stúlknaflokkur
19 – 21 ára
6 keppendur
Bláir teigar
4.000,- kr.

Piltaflokkur
17 – 18 ára
30 keppendur
Hvítir teigar  
4.000,- kr.

Stúlknaflokkur

17 – 18 ára
12 keppendur
Bláir teigar
4.000,- kr.

Drengjaflokkur

15 – 16 ára
30 keppendur
Gulir teigar
4.000,- kr.

Telpnaflokkur
15 – 16 ára
12 keppendur
Bláir teigar
4.000,- kr.

Strákaflokkur
14 ára og yngri  
30 keppendur
Bláir teigar
4.000,- kr.

Stelpuflokkur  
14 ára og yngri        
12 keppendur
Rauðir teigar
4.000,- kr.

Samtals

144 keppendur

Skráning

Þátttakendur skulu skrá sig í mótið á GolfBox fyrir kl. 23:59 á þriðjudeginum fyrir mótið. 

**Engar undantekningar á skráningu í mótið verða leyfðar eftir að skráningu lýkur, þó svo laus sæti séu í mótið**.

Æfingahringur

Einn æfingahringur er innifalinn í mótsgjaldi. Keppnisvöllurinn verður opinn til æfinga fyrir skráða keppendur í síðasta lagi einum degi fyrir mót. Vinsamlegast hafið samband við klúbbinn til að bóka rástíma. En athugið að greiða verður mótsgjaldið áður en æfingahringur er leikinn.

Víti fyrir brot á keppnisskilmála:

Höggleikur – Tvö högg fyrir hverja holu þar sem brotið átti sér stað; hámarksvíti í hverri umferð – Fjögur högg (tvö högg á holu á fyrstu tveimur holunum þar sem eitthvert brot átti sér stað).

Holukeppni – Við lok leiks um holu, þar sem brot hefur komið í ljós er leikstaðan leiðrétt með því að draga frá eina holu fyrir hverja holu þar sem brotið átti sér stað; hámarksvíti í hverri umferð – Tvær holur.

Ef brot uppgötvast á milli leiks um tvær holur telst það hafa uppgötvast við leik á næstu holu og vítinu er beitt samkvæmt því.

Kylfingur sem hefur kylfubera verður, strax og í ljós kemur að brot hafi verið framið, að tryggja að hann hafi ekki kylfubera það sem eftir er hinnar fyrirskipuðu umferðar. Að öðrum kosti sætir leikmaðurinn frávísun.

Verðlaun

Veitt verða verðlaun fyrir 1. – 3. sæti í öllum flokkum.

Verðlaunaafhending 

Verðlaunaafhending er haldin strax að lokinni keppni í hverjum aldursflokki fyrir sig.

Ráðstafanir vegna Covid-19

Leikið verður eftir Covid staðarreglum sem gefnar voru út 4. maí. Kylfuberar eru óheimilir í öllum aldursflokkum. Keppendur skulu nota skorskráningu í GolfBox fari ræsir fram á það.

Birt með fyrirvara um breytingar.

Deildu:

Auglýsing