Auglýsing

Sex íslenskir keppendur taka þátt á Opna franska áhugamannamótinu fer fram 27.-29. maí á Chantilly GC í París – en Chantilly CG er einn af betri og þekktari golfvöllum Frakklands.

Árið 2019 fór fram Evrópumót pilta á þessum velli og mót á DP Evrópumótaröðinni hjá atvinnukylfingum í karlaflokki hafa farið fram á þessum velli í fjölmörg skipti.

Íslensku keppendurnir eru:
Aron Emil Gunnarsson, GOS
Böðvar Bragi Pálsson, GR
Daníel Ísak Steinarsson, GK
Hákon Örn Magnússon, GR
Lárus Ingi Antonsson, GA
Tómas Eiríksson Hjaltested, GR

Smelltu hér fyrir rástíma, skor og úrslit á Opna franska áhugamannamótinu:

Keppnisfyrirkomulagið er höggleikur, 72 holur á þremur keppnisdögum. Niðurskurður er eftir 36 holur og þeir sem eru í 40 efstu sætunum komast í gegnum niðurskurðinn. Fyrsti keppnisdagur er í dag og á morgun, laugardag, verða leiknar 18 holur. Á lokakeppnisdeginum, sunnudaginn 29. maí, verða leiknar 36 holur eða tveir 18 holu hringir á einum keppnisdegi.

Nánar um Chantilly golfvöllinn – smelltu hér.

Frá vinstri: Aron Emil Gunnarsson (GOS), Daníel Ísak Steinarson (GK), Tómas Eiríksson Hjaltested (GR), Lárus Ingi Antonsson (GA), Böðvar Bragi Pálsson (GR) og Hákon Örn Magnússon (GR).

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ