Auglýsing

Atvinnukylfingurinn Bjarki Pétursson, GKG, verður með styrktarmót á Hamarsvelli hjá Golfklúbbi Borgarness laugardaginn 28. maí. Keppnisfyrirkomulagið er tveggja manna Texas Scramble og fer skráning fram á golf.is – smelltu hér.

Bjarki er með takmarkaðan keppnisrétt á Áskorendamótaröðinni, Challenge Tour, sem er í næst efsta styrkleikaflokki atvinnumótaraða í Evrópu á eftir sjálfri DP Evrópumótaröðinni. Bjarki hefur verið í fremstu röð íslenskra kylfinga um margra ára skeið og hann fagnaði Íslandsmeistaratitlinum árið 2020 þegar Íslandsmótið fór fram í Mosfellsbæ.

Bjarki er einnig með keppnisrétt á Nordic League atvinnumótaröðinni.

Mótaröðin hefur reynst íslenskum kylfingum vel í gegnum tíðina og hafa kylfingar á borð við Haraldn Franklín Magnús, Guðmund Ágúst Kristjánsson og Axel Bóasson komist inn á Áskorendamótaröði með góðum árangri á Nordic League.

Fyrir þá sem komast ekki í mótið er hægt að styðja við bakið á atvinnukylfingnum með því að leggja inn á eftirfarandi reikning:
Reikningur: 0354-26-021294
kt: 021294-3229

Smelltu hér til að skrá þig:

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ