Auglýsing

Alls eru 12 íslenskir landsliðskylfingar við nám í Bandaríkjunum þar sem þeir leika samhliða með háskólaliði. Kylfingarnir leika allir í NCAA I deild eða efstu deild, 6 karlar og 6 konur.

Hér er samantekt frá mótum í mars þar sem að Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, Daníel Ísak Steinarsson, Sverrir Haraldsson, Birgir Björn Magnússon, Dagbjartur Sigurbrandsson, Sigurður Bjarki Blumestein og Ragnhildur Kristinsdóttir koma við sögu.

Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir lék með Northern Illinois háskólaliðinu á The Gold Rush
Player mótinu sem fram fór á Old Ranch Country Club dagana 2.-3. mars 2022. Jóhanna Lea lék á +32 samtals (79-86-83) eða 248 höggum. Hún endaði í 60. sæti í einstaklingskeppninni.

Nánar um þetta mót hjá Jóhönnu Leu hér:

Jóhanna Lea lék einnig á Trinity Forest Invitational mótinu sem fram fór dagana 7.-8. mars 2022. Þar endaði Jóhanna Lea í 35. sæti á +14 samtals (82-74-74) 230 högg.

Nánar um þetta mót hjá Jóhönnu Leu hér:

Daníel Ísak Steinarsson lék með UT Arlington háskólaliðinu á Wyoming Desert Intercollegiate
mótinu sem fram fór dagana 2.-4. mars. Daníel Ísak endaði í 56. sæti á +6 samtals (75-69-78) 222 högg.

Nánar um mótið hjá Daníel Ísak hér:

Sverrir Haraldsson lék með Appalachian State háskólaliðinu á Sea Palms Invitational mótinu sem fram fór dagana 4.-5. mars 2022. Sverrir endaði í 24. sæti á +8 samtals (74-72-75) 221 högg.

Nánar um mótið hjá Sverri hér:

Birgir Björn Magnússon lék með Southern Illinois háskólaliðinu á Desert Mountain Collegiate mótinu sem fram fór dagana 5.-6. mars 2022. Birgir Björn endaði í 34. sæti á +9 samtals (75-76-74) 225 högg.

Nánar um mótið hjá Birgi Birni hér:

Dagbjartur Sigurbrandsson tók þátt í einstaklingskeppninni fyrir Missouri háskólaliðinu dagana 6.-8. mars 2022 á Tiger Inv./ Jason Dufner mótinu. Dagbjartur endaði í 78. sæti á +15 samtals (76-84-71) 231 högg.

Sigurður Bjarki Blumenstein tók einnig þátt á þessu móti fyrir James Madison háskólann. Sigurður Bjarki endaði í 85. sæti á +21 samtals (80-76-81) 237 högg.

Nánar um mótið hjá Dagbjarti og Sigurði Bjarka hér:

Ragnhildur Kristinsdóttir lék með Eastern Kentucky háskólaliðinu á UNF Collegiate mótinu sem fram fór dagana 7.-8. mars 2022. Ragnhildur endaði í 33. sæti á +9 samtals (77-74-74) 225 högg.

Nánar um mótið hjá Ragnhildi hér:

Háskólagolf í Bandaríkjunum – nokkrir punktar.

Fjölmargir háskólar í Bandaríkjunum bjóða upp á keppni í golfi. Háskólarnir ákvarða í hvaða deild þeir taka þátt (það er ekki hægt að komast upp um deild eða falla niður). 

Þrjú mismunandi samtök standa fyrir mótahaldi þar sem NCAA (National Collegiate Athletic Association) er langstærst. NCAA skiptist í þrjá hluta og aðgreinist fyrst og fremst af áherslum hvers skóla til íþrótta. NCAA I býður upp á bestu möguleika á íþróttastyrkjum og skólarnir þar leggja almennt mikið fjármagn til íþrótta. NCAA II býður upp á lægri íþróttastyrki en NCAA I og NCAA III býður ekki upp á neina íþróttastyrki. 

1180 skólar bjóða upp á golf í karlaflokki og 982 í kvennaflokki (tölur frá 2020).

KarlarKonur
NCAA I301 skólar270 skólar
NCAA II221 skóli198 skólar
NCAA III312 skólar248 skólar
NAIA177 skólar171 skóli
NJCAA169 skólar95 skólar

12 íslenskir landsliðskylfingar leika í háskólaliði í Bandaríkjunum, 6 karlar og 6 konur. Kylfingarnir leika allir í NCAA I. 

Í háskólagolfi er annars vegar leikið á haustönn frá september til nóvember og hins vegar á vorönn frá febrúar til apríl. Skólarnir taka alla jafna þátt í 11-13 golfmótum á ári (um það bil 5 á haustönn og 6-8 á vorönn). Mjög mikill munur er á styrkleika mótanna þar sem þau sterkustu eru á pari við sterkustu golfmót heims á meðal áhugakylfinga. 

Hvert skólalið sendir 5 kylfinga til keppni í senn og er það alfarið undir þjálfara hvers liðs hvaða kylfingar verða fyrir valinu. Að meðaltali eru 10 kylfingar í hverju háskólaliði hjá körlum og 8 í hverju liði hjá konum. Það er því mikil samkeppni að vera einn af 5 kylfingum sem tekur þátt í hverju móti. Því sterkari sem skólinn er því meiri samkeppni. Flestir þjálfarar láta kylfinga sína keppa innbyrðis á milli móta í undankeppni (e. qualifying) þar sem bestu kylfingarnir vinna sér inn þátttökurétt í næsta móti. Algengt er þó að þjálfarinn láta kylfingana keppa um 3-4 sæti og velji 1-2 kylfinga sjálfur. Þessu er háttað með mjög fjölbreyttum hætti á milli skóla og jafnvel breytilegt hjá sama þjálfaranum eftir aðstæðum.

Háskólamótin eru langflest leikin með höggleiksfyrirkomulagi yfir 54 holur en í undantekningartilvikum er leikið með holukeppnisfyrirkomulagi. Algengast er að mótin standa yfir í tvo daga þar sem leiknar eru 36 holur fyrri daginn og 18 holur seinni daginn en einnig eru mót þrír dagar þar sem 18 holur eru leiknar á hverjum degi. Keppt er bæði í liða- og einstaklingskeppni í hverju móti.

Stundum gefst þjálfara tækifæri að senda fleiri en 5 kylfinga til keppni. Í þeim tilvikum velur þjálfarann 5 leikmenn sem keppa fyrir hönd skólans sem lið og aðrir leikmenn taka eingöngu þátt í einstaklingskeppninni. Ef leikmenn spila sem einstaklingar þá eru þeir merktir með (‡) fyrir aftan nafn þeirra. Þetta er mjög misjafnt eftir mótum. 

Deildarkeppni

Þegar að hefðbundna tímabilinu lýkur í apríl hefst eiginleg úrslitakeppni. Í háskólamótum keppa skólar innbyrðis óháð í hvaða deild þeir eru en í lok apríl fer fram eitt golfmót þar sem skólar keppa í deildarkeppni (e. Conference Championship). Hjá körlunum er 31 deild og því fara fram 31 mót þar sem krýndir eru deildarmeistarar (e. Conference Champions). Hjá konunum eru 26 deildir og því fara fram 26 mót þar sem krýndir eru deildarmeistarar (e. Conference Champions). 

Svæðiskeppni

Sá skóli sem sigrar sína deild vinnur sér inn þátttökurétt á næsta stig úrslitakeppninnar þar sem 6 svæðismót (e. Regionals) fara fram á sama tíma um miðjan maí víðs vegar um Bandaríkin. Samtals taka 84 skólar þátt í því móti hjá körlum og 72 skólar hjá konum. 14 skólar á hverjum stað í karlaflokki og 12 skólar á hverjum stað í kvennaflokki. 

Það eru tvær leiðir fyrir hvern skóla að tryggja sér þátttökurétt í svæðismótinu, annars vegar með að vinna deildarkeppnina og hins vegar með góðum árangri yfir allt tímabilið. Árangur allra liðanna í deildinni er borinn saman og er skólunum raðað niður á lista sem ákvarðar hvaða skólar fá boð í mótið. Þessi listi er uppfærður vikulega yfir tímabilið þar sem hægt er að fylgjast með framgangi mála. 

Deildarkeppnirnar eru afar misjafnar í styrkleika. Sumar eru afar sterkar þar sem flestir skólarnir hafa tryggt sér þátttökurétt í svæðismótinu í gegnum góðan árangur á tímabilinu. Aðrar eru mjög veikar þar sem enginn skóli tryggir sér þátttökurétt í svæðismótinu í gegnum árangur tímabilsins. Það er ekki jafnt gefið og hvað þetta varðar er kostur að vera meðlimur í veikri deild til að eiga sem bestan möguleika á að komast í svæðismótið. 

Það er breytilegt eftir árum hvaða árangri skóli þarf að ná til að tryggja sér þátttökurétt í svæðismóti í gegnum árangur tímabilsins (fer eftir úrslitum deildarkeppnanna) en almennt komast allir skólar í svæðismótið sem enda á meðal 67 efstu í karlaflokki og 55 efstu í kvennaflokki (breytist alla jafna ekki mikið milli ára).

Hérna má sjá stöðuna eins og hún er í dag.

Karlar:

Konur:

Kylfingar eiga alltaf möguleika að komast í svæðiskeppnina og keppa þar sem einstaklingar ef skólinn þeirra komst ekki inn. Það er annars vegar mögulegt með góðum árangri á tímabilinu og hins vegar kemst sá kylfingur sem náði besta árangri í sinni deildarkeppni alltaf í svæðiskeppnina. 30 einstaklingar í karlaflokki og 36 einstaklingar í kvennaflokki bætast við í svæðiskeppnina hvert ár.  

Landskeppni

Úrslitamótið fer fram um mánaðamótin maí/júní þar sem 30 skólar keppa í karlaflokki og 24 í kvennaflokki. 

5 efstu skólarnir í karlaflokki og 4 efstu skólarnir í kvennaflokki úr hverri svæðiskeppni tryggja sér þátttökurétt í landskeppninni (e. National Championship). Fyrst er leikið með höggleiksfyrirkomulagi (72 holur) þar sem annars vegar er keppt um einstaklingstitilinn og hins vegar er keppt um að enda á meðal 8 efstu sætanna í liðakeppninni. Í seinni hluta mótsins er keppt í holukeppni með útsláttarfyrirkomulagi. 8 skólar keppa þangað til einn skóli stendur eftir sem sigurvegari (e. National Champions). 

Tveir einstaklingskylfingar úr hverju svæðismóti vinna sér jafnframt inn þátttökurétt í Landskeppnina (bestu kylfingarnir af þeim kylfingum sem komust ekki áfram með sínum skóla). 

Þekktir fyrrum sigurvegarar í Landskeppninni

Karlar

Jack Nicklaus (1961), Ben Crenshaw (1971, 1972, 1973), Phil Mickelson (1989, 1990, 1992), Tiger Woods (1996), Luke Donald (1999), Charles Howell III (2000), Thomas Pieters (2012), Max Homa (2013), Bryson DeChambeau (2015), Matthew Wolff (2019)

Konur

Pat Hurst (1989), Annika Sörenstam (1991), Charlotte Sörenstam (1993), Grace Park (1999), Stacy Lewis (2007), Caroline Hedwall (2010).

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ