Auglýsing

Landsliðshópar GSÍ og atvinnukylfingar frá Íslandi æfðu saman við góðar aðstæður á Hacienda Del Alamo golfsvæðinu á Spáni dagana 12.-19. janúar á þessu ári. Þetta var önnur sameiginlega æfingaferð hópsins í æfingabækistöð íslenska landsliðsins á Hacienda Del Alamo.

Markmið samstarfsins við Hacienda Del Alamo er að veita íslenskum landsliðs- og atvinnukylfingum hagkvæm og spennandi tækifæri að æfa að vetrarlagi við frábærar aðstæður.

Landsliðs- og atvinnukylfingar hafa þess kost að halda á svæðið á eigin vegum til viðbótar við skipulagðar æfingaferðir.

Í þessu myndbandi er stutt samantekt frá fyrstu æfingaferðinni – þar sem að rætt er við Ólaf Björn Loftsson, afreksstjóra GSÍ.

Myndasafn frá ferðinni er hér:



Boðið er upp á aðgengi að þremur 18 holu golfvöllum, Hacienda Del Alamao, Saurines og Mar Manor. Á Hacienda Del Alamo er svo heimsklassa æfingaaðstaða þar sem finna má 36 sláttubása, grasteig, vippflöt, tvær púttflatir og 6 holu æfingavöll.

Markmið samstarfsins við Hacienda Del Alamo er að veita íslenskum landsliðs- og atvinnukylfingum hagkvæm og spennandi tækifæri að æfa að vetrarlagi við frábærar aðstæður. Landsliðs- og atvinnukylfingar hafa þess kost að halda á svæðið á eigin vegum til viðbótar við skipulagðar æfingarferðir

Ólafur Björn Loftsson, afreksstjóri GSÍ, stjórnaði æfingum hópsins og honum til aðstoðar var Þorsteinn Hallgrímsson.

Þjálfarar frá fimm klúbbum voru til aðstoðar á æfingunum. Þeir Derrick Moore (GR), Andrés Davíðsson (GKG), Sigurpáll Geir Sveinsson (GS), Birgir Björn Magnússon (GK), Andri Ágústsson (GM)

Baldur Gunnbjörnsson var sjúkraþjálfari hópsins og Sigurður Elvar Þórólfsson, útbreiðslustjóri GSÍ fylgdi hópnum.

Alls voru 43 í hópnum þar af 32 leikmenn.

Þrátt fyrir að hópurinn hafi verið fjölmennur þá fór vel um kylfingana á rúmgóðu æfingasvæði Hacienda Del Alamo.

Á æfingunum gátu íslensku kylfingarnir slegið af grasi á æfingasvæðinu, æfingavippflötin er stór líkt og púttæfingaflötin. Það er einnig 6 holu æfingavöllur á æfingasvæðinu. Hópurinn æfði sameiginlega fyrir hádegi alla daga ferðarinnar. Hópurinn var með aðgengi að tveimur 18 holu golfvöllum í þessari ferð, Hacienda Del Alamo og Saurines, en golfvöllurinn við Mar Menor er einnig í boði en ekki var leikið á þeim velli að þessu sinni.

Eftirtaldir atvinnukylfingar æfðu með með hópnum í janúar. Aron Snær Júlíusson (GKG), Bjarki Pétursson (GKG), Sigurður Arnar Garðarsson (GKG), Ragnhildur Kristinsdóttir (GR) og Axel Bóasson (GK)

Landsliðshópurinn sem var við æfingar á Hacienda Del Alamo var þannig skipaður:

Arnar Daði Svavarsson (GKG)
Guðjón Frans Halldórsson (GKG)
Gunnlaugur Árni Sveinsson (GKG)
Gunnar Þór Heimisson (GKG)
Kristófer Orri Þórðarson (GKG)
Snorri Hjaltason (GKG)
Hlynur Bergsson (GKG)
Eva Fanney Matthíasdóttir (GKG)

Auður Bergrún Snorradóttir (GM)
Berglind Erla Baldursdóttir (GM)
Eva Kristinsdóttir (GM)
Kristján Þór Einarsson (GM)
Kristófer Karl Karlsson (GM)
Pamela Ósk Hjaltadóttir (GM)
Sara Kristinsdóttir (GM)
Hjalti Kristján Hjaltason (GM)
Ingi Þór Ólafson (GM)

Daníel Ísak Steinarsson (GK)
Hjalti Jóhannsson (GK)

Dagbjartur Sigurbrandsson (GR)
Böðvar Bragi Pálsson (GR)
Helga Signý Pálsdóttir (GR)
Perla Sól Sigurbrandsdóttir (GR)

Fjóla Margrét Viðarsdóttir (GS)
Logi Sigurðsson (GS)

Skúli Gunnar Ágústsson (GA)
Veigar Heiðarsson (GA)


Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ