/

Deildu:

Saga Traustadóttir og Patrekur Nordquist Ragnarsson. Mynd/stebbi@golf.is
Auglýsing

GR-ingarnir Patrekur Nordquist Ragnarsson og Saga Traustadóttir ljúka leik í dag á einu sterkasta unglingamóti sem fram fer á þessu ári. Þau keppa fyrir Íslands hönd á The Duke of York meistaramótinu sem fram fer á hinum sögufræga Royal Birkdale. Mótinu lýkur í dag þegar þriðja umferðin fer fram.

Patrekur hefur leikið fyrstu tvo hringina á 77 og 75 höggum. Hann er í 18. sæti á +8 samtals. Saga hefur leikið báða hringina á 83 höggum og er hún í 43. sæti á +22 höggum yfir pari. Efsti kylfingur mótsins er Markus Braadley frá Noregi en hann er á -2 samtals.

Staðan á mótinu: 

Opna breska meistaramótið hefur margoft farið fram á þessum velli en síðast fór mótið fram á vellinum 2008 og mótið fer fram á þessum velli á næsta ári.

Alls eru 51 kylfingar sem taka þátt og koma þeir frá 28 þjóðum. Þetta er í fyrsta sinn sem þetta unglingamót fer fram á þessum velli. Íslendingar hafa átt góðu gengi að fagna á þessu móti en þrír íslenskir kylfingar hafa fagnaði sigri á þessu sterka móti, Guðmundur Ágúst Kristjánsson (GR) 2010,  Ragnar Már Garðarsson (GKG) 2012 og Gísli Sveinbergsson (GK) 2014.

Hér er hægt að fylgjast með gangi mála á Duke of York.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ