/

Deildu:

Auglýsing
– Frábær golfdagur og ómetanleg tengslamyndun

Bjarni Kjartansson og Hálfdán Daðason frá Icepharma stóðu uppi sem sigurvegarar í Meistaramóti fyrirtækja í golfi 2016. Þeir verða fulltrúar Íslands í lokamóti World Corporate Golf Challenge árið 2017 í Portúgal.

Íslenska undankeppnin fyrir alþjóðlega fyrirtækjagolfmótið World Corporate Golf Challenge var haldin í fyrsta sinn 25. ágúst síðastliðinn, undir nafninu Meistaramót fyrirtækja í golfi. Sigurvegarar urðu þeir Bjarni Kjartansson og Hálfdán Daðason frá Icepharma og verða þeir fulltrúar Íslands í lokamóti World Corporate Golf Challenge árið 2017 í Cascais, Portúgal.

Alþjóðlega golfmótið World Corporate Golf Challenge er heimsmót fyrirtækja í golfi og stærsta fyrirtækjamót heims. Undankeppnir eru haldnar í yfir 40 löndum í fimm heimsálfum, þar sem saman koma fulltrúar fyrirtækja hvaðanæva að úr heiminum. Sigurvegarar þessara undankeppna fá svo sæti á lokamóti hvers árs þar sem keppt er um heimsmeistaratitil fyrirtækja í golfi.

Meistaramót fyrirtækja í golfi 2016 var haldið í samstarfi við Kviku, Avis, Cintamani og Árnasyni auglýsingastofu á Garðavelli hjá Golfklúbbnum Leyni á Akranesi.

Að þessu sinni kepptu 36 lið til úrslita, frá 28 fyrirtækjum. Sigurvegarar mótsins voru, eins og áður segir, þeir Bjarni og Hálfdán frá Icepharma.

Í öðru sæti lentu þeir Páll Ólafsson og Haukur Sörli Sigurvinsson, sem kepptu fyrir Vífilfell, og í þriðja sæti höfnuðu Reynir Sigurbjörnsson og Hlynur Sigurdórsson en þeir kepptu fyrir sameiginlegt lið Rafþjónustu Sigurdórs/Bílvers.

Eins og sjá má á myndunum voru aðstæður framúrskarandi og góður andi meðal keppenda.

golfmot4

golfmot3

golfmot2

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ