/

Deildu:

Rúnar og Ragnhildur. Mynd/Hari
Auglýsing

– Fögnuðu sínum fyrsta sigri Íslandsmótinu í holukeppni 2018

Íslandsmótið í holukeppni, Origo-bikarinn, fór fram á Hólmsvelli í Leiru hjá Golfklúbbi Suðurnesja, þar sem að bestu kylfingar landsins kepptu um einn af stóru titlunum í íslensku golfi. Mótið er hluti af Eimskipsmótaröðinni, mótaröð þeirra bestu á Íslandi.

Rúnar Arnórsson úr Keili Hafnarfrði sigraði í karlaflokki eftir 3/2 sigur gegn félaga sínum Birgi Magnússyni. Ragnhildur Kristinsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur sigraði í kvennaflokki eftir 2/1 sigur gegn Helgu Kristínu Einarsdóttur úr Keili.

Origo-bikarinn fór nú fram í 31. skipti en fyrst var keppt á Íslandsmótinu í holukeppni árið 1988.

Alls voru 32 karlar og 24 konur sem hófu keppni s.l. föstudag en leikin var riðlakeppni í fyrstu þremur umferðunum. Efstu kylfingarnir úr hverjum riðli komust áfram í átta manna úrslit.

Mörg óvænt úrslit litu dagsins ljós í riðlakeppninni og ungir kylfingar létu til sín taka á þessu móti.

Rúnar Arnórsson vann allar þrjár viðureignir sínar í riðlakeppninni, hann vann Kristján Benedikt Sveinsson úr GA í átta manna úrslitum (5/4), Andri Már Óskarsson (GHR) í undanúrslitum (3/2) og Birgi Björn Magnússon (GK) í úrslitum.

Rúnar Arnórsson. Mynd/Hari

Ragnhildur vann allar þrjár viðureignir sínar í riðlakeppninni nokkuð örugglega. Í 8-manna úrslitum sigraði hún Andreu Ýr Ásmundsdóttur (GA) (7/5), í undanúrslitum hafði hún betur gegn Huldu Clöru Gestsdóttur (GKG) (3/2), og úrslitaleikurinn endaði með 2/1 sigri Ragnhildar gegn Helgu Kristínu.

Ragnhildur Kristinsdóttir, GR. Mynd/Hari

Hulda Clara Gestsdóttir (GKG) varð nýverið Íslandsmeistari unglinga í flokki 15-16 ára. Hulda Clara varð þriðja í kvennaflokknum eftir að hafa lagt Hafdísi Öldu Jóhannsdóttur (GK) 4/3.

Ingvar Andri Magnússon (GKG) varð þriðji í karlaflokki eftir að hafa lagt Andra Má Óskarsson úr GHR 3/2. Ingvar Andri varð á dögunum Íslandsmeistari unglinga í flokki 17-18 ára og er því að leika vel þessa dagana.

Úrslit karla:
Rúnar Arnórsson (GK) – Birgir Björn Magnússon (GK)
*Rúnar sigraði 3/2.
Leikur um 3. sæti karlar:
Ingvar Andri Magnússon (GKG) – Andri Már Óskarsson
*Ingvar Andri sigraði 3/2.

Úrslit kvenna:
Ragnhildur Kristinsdóttir (GR) – Kristín Helga Einarsdóttir (GK)
*Ragnhildur sigraði 2/1.
Leikur um 3. sætið konur:
Hulda Clara Gestsdóttir (GKG) – Hafdís Alda Jóhannsdóttir (GK)
*Hulda Clara sigraði 4/3.

Undanúrslit karla:
Birgir Björn Magnússon (GK) – Ingvar Andri Magnússon (GKG)
*Birgir Björn sigraði 1/0.
Andri Már Óskarsson (GHR) – Rúnar Arnórsson (GK).
*Rúnar sigraði 3/2.

Undanúrslit kvenna:
Ragnhildur Kristinsdóttir (GR) – Hulda Clara Gestsdóttir (GKG)
*Ragnhildur sigraði 3/2.
Hafdís Alda Jóhannsdóttir (GK) – Helga Kristín Einarsdóttir (GK)
*Helga Kristín sigraði 2/1.

Úrslit leikja í 8-manna úrslitum:

Birgir Björn Magnússon (GK) – Dagbjartur Sigurbrandsson (GR)
*Birgir Björn sigraði 1/0.

Ragnhildur Kristinsdóttir (GR) – Andrea Ýr Ásmundsdóttir (GA)
*Ragnhildur sigraði 7/5.

Ingvar Andri Magnússon (GR) – Theodór Emil Karlsson (GM)
*Ingvar Andri sigraði 3/2.

Hulda Clara Gestsdóttir (GKG) – Sigurlaug Rún Jónsdóttir GK)
*Hulda Clara sigraði 2/1.

Andri Már Óskarsson (GHR) – Fannar Ingi Steingrímsson (GHG)
*Andri Már sigraði 2/0.

Hafdís Alda Jóhannsdóttir (GK) – Eva María Gestsdóttir (GKG)
*Hafdís Alda sigraði 2/0.

Rúnar Arnórsson (GK) – Kristján Benedikt Sveinsson (GA)
*Rúnar sigraði 5/3.

Helga Kristín Einarsdóttir (GK) – Heiða Guðnadóttir (GM)
*Helga Kristín sigraði á 20. holu í bráðabana

Úrslit og rástímar eru hér: 

 


Íslandsmeistarar í holukeppni: 

Karlaflokkur:

(1.) 1988: Úlfar Jónsson, GK (1) (1)
(2.) 1989: Sigurður Pétursson, GR (1) (1)
(3.) 1990: Sigurjón Arnarsson, GR (1) (2)
(4.) 1991: Jón H Karlsson, GR (1) (3)
(5.) 1992: Björgvin Sigurbergsson, GK (1) (2)
(6.) 1993: Úlfar Jónsson, GK (2) (3)
(7.) 1994: Birgir Leifur Hafþórsson, GL (1) (1)
(8.) 1995: Örn Arnarson, GA (1) (1)
(9.) 1996: Birgir Leifur Hafþórsson, GL (2) (2)
(10.) 1997: Þorsteinn Hallgrímsson, GR (1) ( 4)
(11.) 1998: Björgvin Sigurbergsson, GK (2) (4)
(12.) 1999: Helgi Þórisson, GK (1) (5)
(13.) 2000: Björgvin Sigurbergsson, GK (3) (6)
(14.) 2001: Haraldur Heimisson, GR (1) (5)
(15.) 2002: Guðmundur I. Einarsson, GR (1) (6)
(16.) 2003: Haraldur H. Heimisson, GR (2) (7)
(17.) 2004: Birgir Leifur Hafþórsson, GKG (3) (1)
(18.) 2005: Ottó Sigurðsson, GKG (1) (2)
(19.) 2006: Örn Ævar Hjartarson, GS (1) (1)
(20.) 2007: Ottó Sigurðsson, GKG (2) (3)
(21.) 2008: Hlynur Geir Hjartarson, GOS (1) (1)
(22.) 2009: Kristján Þór Einarsson, GKj. (1) (1)
(23.) 2010: Birgir Leifur Hafþórsson, GKG (4) (4)
(24.) 2011: Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR (1) (8)
(25.) 2012: Haraldur Franklín Magnús, GR (1) (9)
(26.) 2013: Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR (1) (10)
(27.) 2014: Kristján Þór Einarsson, GM (2) (1)
(28.) 2015: Axel Bóasson, GK (1) (7)
(29.) 2016: Gísli Sveinbergsson, GK (1) (8)
(30.) 2017: Egill Ragnar Gunnarsson, GKG (1) (5)
(31) 2018: Rúnar Arnórsson, GK (1) (9)

Fjöldi titla í karlaflokki:
GR (10)
GK (9)
GKG (5)
GL (2)
GS (1)
GA (1)
GKj. (1)
GM (1)
GOS (1)

 

Kvennaflokkur

(1.) 1988 Karen Sævarsdóttir, GS (1) (1)
(2.) 1989 Þórdís Geirsdóttir, GK (1) (1)
(3.) 1990 Ragnhildur Sigurðard, GR (1) (1)
(4.) 1991 Karen Sævarsdóttir, GS (2) (2)
(5.) 1992 Karen Sævarsdóttir, GS (3) (3)
(6.) 1993 Ragnhildur Sigurðard, GR (2) (2)
(7.) 1994 Karen Sævarsdóttir, GS (4) (4)
(8.) 1995 Ólöf María Jónsdóttir, GK (1) (2)
(9.) 1996 Ólöf María Jónsdóttir, GK (2) (3)
(10.) 1997 Ragnhildur Sigurðardóttir, GR (3) (3)
(11.) 1998 Ólöf María Jónsdóttir, GK (3) (4)
(12.) 1999 Ólöf María Jónsdóttir, GK (4) (5)
(13.) 2000 Ragnhildur Sigurðardóttir, GR (4) (4)
(14.) 2001 Ragnhildur Sigurðardóttir, GR (5) (5)
(15.) 2002 Herborg Arnarsdóttir, GR (1) (6)
(16.) 2003 Ragnhildur Sigðurðard., GR (6) (7)
(17.) 2004 Ólöf María Jónsdóttir, GK (5) (6)
(18.) 2005 Ragnhildur Sigurðard., GR (7) (8)
(19.) 2006 Anna Lísa Jóhannsdóttir, GR (1) (9)
(20.) 2007 Þórdís Geirsdóttir, GK (2) (7)
(21.) 2008 Ásta Birna Magnúsdóttir, GK (1) (8)
(22.) 2009 Signý Arnórsdóttir. GK (1) (9)
(23.) 2010 Valdís Þóra Jónsdóttir, GL (1) (1)
(24.) 2011 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR (1) (10)
(25.) 2012 Signý Arnórsdóttir, GK (2) (10)
(26.) 2013 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR (2) (11)
(27.) 2014 Tinna Jóhannsdóttir, GK (1) (11)
(28.) 2015 Heiða Guðnadóttir, GM (1) (1)
(29.) 2016 Berglind Björnsdóttir, GR (1) (12)
(30.) 2017 Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK (1) (12)
(31.) 2018 Ragnhildur Kristinsdóttir, GR (1) (13)

Fjöldi titla í kvennaflokki
GR 13
GK 12
GS 4
GM 1
GL 1

 

Úrslit og rástímar eru hér: 

Egill Ragnar Gunnarsson úr GKG hefur titil að verja í karlaflokki. Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili er í verkefni á LET Access atvinnumótaröðinni og getur því ekki mætt í titilvörnina.

Í karlaflokki eru 32 keppendur og er þeim skipt niður í 8 riðla. Leiknar verða þrjár umferðir þar sem allir mætast og mun sá kylfingur sem endar efstur í riðlinum komast áfram í 8-manna úrslit.

Í kvennaflokki eru 24 kylfingar með í mótinu og er þeim skipt í fjóra riðla. Leiknar eru þrjár umferðir þar sem allar mætast. Þeir sex kylfingar sem vinna sína riðla komast beint í 8 manna úrslitin og svo komast tveir stigahæstu kylfingarnir í öðru sæti áfram með þeim. Besti árangur í 2. sæti reiknast sem flestir sigrar í riðlakeppninni og að því frátöldu mesti munur á sigruðum og töpuðum holum.

Úrslit og rástímar eru hér: 

 


Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ