/

Deildu:

Aron Snær, Bjarki og Gísli.
Auglýsing

Aron Snær Júlíusson úr GKG, Bjarki Pétursson úr GB og Gísli Sveinbergsson úr GK voru á meðal 144 keppenda á Evrópumót áhugamanna. Mótið hófst á miðvikudag og fór það fram á Royal Hague Golf & Country Club, í Hollandi.

Alls voru leiknar 72 holur á fjórum keppnisdögum og komust 60 efstu í gegnum niðurskurðinn að loknum þriðja keppnisdeginum.

Bjarki Pétursson endaði í 21. sæti á -1 samtals, (71-75-69-72) (-1). Frábær árangur hjá Bjarka enda eru bestu áhugakylfingar Evrópu á meðal keppenda.

Gísli og Aron Snær komust ekki í gegnum niðurskurðinn en þeir bættu leik sinn jafnt og þétt eftir fyrsta hringinn sem reyndist þeim dýrkeyptur.

Það er að miklu að keppa á þessu móti. Sigurvegarinn fær keppnisrétt á Opna breska meistaramótinu sem fram fer á carnoustie í júlí á þessu ári. Daninn Nicolai Höjgaard sigraði á -7 samtals.

Staðan

21. sæti: Bjarki Pétursson (71-75-69-72) (-1)

Komst ekki áfram. sæti: Gísli Sveinbergsson (77-73-74) (+8)

Komst ekki áfram: Aron Snær Júlíusson (80-74-73) (+11)

Þetta er í 31. skipti sem mótið fer fram en það hefur ekki farið fram í Hollandi frá árinu 1986 þegar það fór fyrst fram.

Margir þekktir kylfingar hafa sigrað á þessu móti. Má þar nefna Rory McIlroy, Sergio Garcia, Victor Dubuisson og Stephen Gallacher.

Alfie Plant frá Englandi sigraði á þessu móti í fyrra þegar það fór fram á Walton Heath vellinum. Plant hafði þar betur í bráðabana gegn ítölsku kylfingunum Luca Cianchetti og Stefano Mazzoli. Cianchetti hafði titil að verja á þessu móti í fyrra. Plant lék því á Opna breska meistaramótinu í fyrra á Royal Birkdale þar sem hann stóð uppi sem sigurvegari í keppni áhugakylfinga – og fékk Silfurskjöldinn.

Royal Hague er einn af topp 5 völlum Evrópu og einn af 100 bestu golfvöllum heims. Þetta er strandvöllur og verða án efa krefjandi aðstæður fyrir keppendur.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ