Auglýsing

Riðlakeppninni á KPMG-bikarnum, Íslandsmótinu í holukeppni á Eimskipsmótaröðinni, lauk síðdegis í dag á Hólmsvelli í Leiru. Það er ljóst hvaða átta kylfingar komust áfram í karla – og kvennaflokki. Átta manna úrslitin og undanúrslitin fara fram á mánudag og úrslitaleikirnir fara síðan fram á þriðjudaginn.

Í átta manna úrslitum kvenna mætast eftirfarandi kylfingar:

Ingunn Einarsdóttir, GKG – Þórdís Geirsdóttir, GK.
Berglind Björnsdóttir, GR – Hafdís Alda Jóhannsdóttir, GK.
Signý Arnórsdóttir, GK – Særós Eva Óskarsdóttir, GKG.
Ragnhildur Kristinsdóttir, GR – Jódís Bóasdóttir, GK.

Signý Arnórsdóttir og Þórdís Geirsdóttir eru einu keppendurnir í kvennaflokknum sem hafa áður sigrað í þessu móti. Þórdís árið 1989 og 2007, en Signý sigraði árið 2009 og 2012. Signý er ríkjandi Íslandsmeistari í golfi en hún fagnaði þeim titli í fyrsta sinn í fyrra á Garðavelli.

Í karlaflokki verður nýtt nafn grafið á KPMG-bikarinn í mótslok því þeir keppendur sem eru eftir hafa ekki áður fagnað þessum titli. Eftirfarandi kylfingar mætast í átta manna úrslitum.

Gísli Sveinbergsson, GK – Magnús Lárusson, GJÓ
Ólafur Björn Loftsson, GKG – Andri Már Óskarsson, GHR.
Arnór Snær Guðmundsson, GHD – Theodór Emil Karlsson, GM.
Rúnar Arnórsson, GK – Aron Snær Júlíusson, GKG.

Öll úrslit úr mótinu og rástíma má sjá í þessu skjali: 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ