Samstarfsaðilar


Um helgina fór fram í Grafarholtinu Reykjavík Junior Open, spilað var laugardag og sunnudag og var mótið glæsilegt í alla staði.

Krefjandi aðstæður voru á laugardeginum þar sem hvasst var í veðri en ungu kylfingarnir stóðu sig eins og hetjur og spiluðu flott golf.

Alls voru 130 keppendur frá öllu landinu og höfðu þeir kylfingar þátttökurétt sem eru 21 árs og yngri, var keppnin hörð og jöfn.

Veitt voru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í hverjum flokki og lengsta upphafshögg a þriðju braut í karla og kvenna flokki.

Stúlkur 14 ára og yngri


1. Perla Sól Sigurbrandsdóttir GR, 155 högg
2.Fjóla Margrét Viðarsdóttir GS, 167 högg
3.Helga Signý Pálsdóttir GR, 171 högg

Piltar 14 ára og yngri

1. Veigar Heiðarsson GA, 144 högg
2. Hjalti Jóhannsson GK, 150 högg
3.-.4. Elías Ágúst Andrason GR 154 högg
3.- 4. Skúli Gunnar Ágústsson GA, 154 högg

Stúlkur 15-16 ára


1. María Eir Guðjónsdóttir GM, 156 högg
2. Nína Margrét Valtýsdóttir GR, 158 högg
3. Katrín Sól Davíðsdóttir GM, 159 högg

Piltar 15-16 ára

1. Bjarni Þór Lúðvíksson GR, 149 högg
2. Óskar Páll Valsson GA, 150 högg
3. Jóhannes Sturluson GKG, 151 högg

Stúlkur 17-18 ára

1. Kristín Sól Guðmundsdóttir GM, 169 högg

Piltar 17-18 ára

1. Logi Sigurðsson GS, 151 högg
2. Mikael Máni Sigurðsson GA, 152 högg
3. Björn Viktor Viktorsson GL, 154 högg

Piltar 19-21 árs

1. Bjarki Steinn L. Jónatansson GK, 166 högg
2. Anton Elí Einarsson GB, 168 högg
3. Finnbogi Steingrímsson GÖ, 179 högg

Önnur úrslit má finna á golf.is.

Laugardagur – lengsta upphafshögg

Katrín Hörn Daníelsdóttir
Skúli Gunnar Ágústsson

Sunnudagur – lengsta upphafshögg

Elsa Maren Steinarsdóttir
Jón Gunnar Kanishka Shiransson

Við þökkum keppendum kærlega fyrir þátttökuna og vinningshöfum til hamingju með sinn árangur í mótinu. Styrktaraðilar Reykjavík Junior Open fá einnig kærar þakkir fyrir að gera mótið að veruleika með okkur.

Deildu:

Auglýsing