/

Deildu:

Gauti Grétarsson. Mynd/seth@golf.is
Auglýsing
Gauti Grétarsson undirbýr kylfinga til þess að þeir geti leikið golf eins lengi og hægt er

Kylfingar á öllum aldri geta lent í því að verða fyrir meiðslum sem þeir gætu komið í veg fyrir með réttum undirbúningi. Golf á Íslandi ræddi við á dögunum við Gauta Grétarsson sjúkraþjálfara sem hefur mikla reynslu á þessu sviði. Gauti hefur unnið með kylfingum á öllum getustigum bæði til að bæta árangur þeirra í íþróttinni en einnig með þeim sem  hafa orðið fyrir álagseinkennum hvers konar.

Meðalaldur kylfinga fer hækkandi með hverju árinu sem líður en 55% íslenskra kylfinga eru eldri en 50 ára.

[pull_quote_right]Meðalaldur kylfinga fer hækkandi með hverju árinu sem líður en 55% íslenskra kylfinga eru eldri en 50 ára.[/pull_quote_right]
„Markmið þeirra hlýtur að vera að geta spilað golf eins lengi og hægt er,“ segir Gauti og bendir á þá staðreynd að lífslíkur einstaklinga sem leika golf eru meiri en þeirra sem ekki leika golf og einnig eru lífsgæði þeirra mun meiri en hinna.

„Það sem takmarkar afreksgetu eldri kylfinga eru álagseinkenni og getan til að geta spilað golf vegna verkja í stoðkerfinu eða sliteinkenna hvers konar. Rannsóknir sýna að álagseinkenni meðal kylfinga eru mjög tíð. Íslensk rannsókn sem gerð var árið 2013 sýndi að 50% karlkylfinga voru með álagseinkenni og var það óháð getustigi. Erlendar rannsóknir sýna að 18% kylfinga eru með álagseinkenni. Það segir að miðað við að 17 þúsund kylfingar stundi golf á Íslandi eru um 3.000 – 8.000 kylfingar með einhvers konar einkenni sem rekja má til golfiðkunar. Oft og tíðum áttar fólk sig ekki á því að golf er íþrótt og hreyfingin er mjög hröð og krefst mikillar færni.“

 

Gauti Grétarsson. Mynd/seth@golf.is
Gauti Grétarsson. Mynd/seth@golf.is


Upphitunin er mikivæg

Að sög Gauta eru helstu orsakir álagseinkenna í golfi margskonar og þar stendur hæst að ekki er hitað nægilega vel upp fyrir golfhringinn.

„Helstu álagseinkenni sem við erum að fást við eru verkir í baki, hálsi og öxlum en einnig í mjöðmum, hnjám og olnbogum. Slæm tækni er einnig mjög oft ástæða þess að kylfingar meiðast. Síðast en ekki síst er það þjálfunarástand viðkomandi. Oft og tíðum vantar að kylfingar séu nægilega duglegir að undirbúa sig fyrir tímabilið. Á haustin leita til heilbrigðiskerfisins fjöldi kylfinga með alls konar einkenni sem fáir átta sig á að eru golftengd. Fólk fær meðferð við þessum kvillum en síðan endurtekur sagan sig á næsta sumri og allt fer á sama veg. Besta leiðin til að koma í veg fyrir álagseinkenni er að fara til PGA golfkennara reglulega til að bæta golftæknina vegna þess að slæm sveiflutækni er oft ástæða þess að fólk meiðist,“ segir Gauti en hann er sjálfur í fremstu röð í afreksgolfi 50 ára og eldri.

Hjá Sjúkraþjálfun Reykjavíkur er boðið upp á námskeið fyrir kylfinga til að æfa ýmsa líkamlega þætti sem snúa að golfsveiflunni og er það námskeið kallað golfleikfimi. Sjúkraþjálfun Reykjavíkur býður einnig upp á ýmsar mælingar til að meta stöðu kylfinga út frá líkamlegri færni.

[pull_quote_right]
Hjá Sjúkraþjálfun Reykjavíkur er boðið upp á námskeið fyrir kylfinga til að æfa ýmsa líkamlega þætti sem snúa að golfsveiflunni og er það námskeið kallað golfleikfimi. Sjúkraþjálfun Reykjavíkur býður einnig upp á ýmsar mælingar til að meta stöðu kylfinga út frá líkamlegri færni.[/pull_quote_right]

„Okkar markmið er að einstaklingar geti leikið golf sér til ánægju næstu 10–20 árin. Til þess þarf að  gefa sér tíma við æfingar og leggja áherslu á finna út hverjir veikleikar líkamans eru. Það er gríðarlega mikilvægt að vita nákvæmlega hvaða þættir það eru sem leggja þarf áherslu á til að ná árangri,“ sagði Gauti Grétarsson.

Nánari upplýsingar á vefsíðunni srg.is

 

Gauti Grétarsson. Mynd/seth@golf.is
Gauti Grétarsson. Mynd/seth@golf.is

 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ