Auglýsing

Ragnhildur Kristinsdóttir og Perla Sól Sigurbrandsdóttir, báðar úr GR, komust áfram í 64 manna úrslit á Opna breska áhugamannamótinu sem fram fer á Hunstanton vellinum á austurströnd Englands.

Mótið er eitt af allra sterkustu áhugamannamótum veraldar í kvennaflokki og á mótið sér langa sögu.

Alls hófu 144 keppendur leik og var keppendahópurinn skipaður mjög sterkum leikmönnum.

Smelltu hér fyrir stöðu og úrslit í holukeppninni:

Ragnhildur endaði í 43. sæti og keppir í dag gegn Celine Sattelkau frá Þýskalandi.

Perla Sól, sem er aðeins 15 ára gömul, endaði í 57. sæti og mótherji hennar er engin önnur en Ingrid Lindblad frá Svíþjóð – sem er í öðru sæti á heimslista áhugakylfinga. Lindblad var á dögunum í baráttunni um sigurinn á Opna bandaríska meistaramótinu þar sem hún endaði í 11. sæti. Hún gat ekki tekið við verðlaunafé fyrir þann árangur, 26 milljónir kr., þar sem hún er enn áhugakylfingur.

Fyrstu tvo keppnisdagana var leikinn höggleikur og komust 64 efstu í holukeppnina sem tekur við eftir höggleikinn.

Ísland var með 5 keppendur á þessu móti og er það í sögulegu samhengi met. Aldrei áður hefur Ísland átt svo marga keppendur á þessu móti á sama tíma.

Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og úrslit í höggleikskeppninni.

2. keppnisdagur:

43. sæti: Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, (74-73) 147 högg (+1).
57. sæti: Perla Sigurbrandsdóttir, GR, (74+74) 148 högg (+2).

84. sæti: Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, GR, (73-77) 150 högg (+4).
98. sæti: Andrea Bergsdóttir, Hills (Svíþjóð)/GKG, (78-74) 152 högg (+6).
130. sæti: Hulda Clara Gestsdóttir, GKG, (83-75) 158 högg (+12)

Í fyrra náðu íslensku keppendurnir frábærum árangri á þessu móti. Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, GR, náði alla leið í úrslitaleikinn – sem er besti árangur sem íslenskur kylfingur hefur náð á áhugamannamóti.

Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, var í efsta sæti eftir höggleikskeppnina, sem er árangur sem íslenskur kylfingur hefur ekki náð áður.

Hulda Clara Gestsdóttir, GKG, komst einnig áfram í 64 manna úrslit í holukeppninni en þar var Jóhanna Lea mótherji Huldu Clöru í 1. umferð – þar sem að Jóhanna hafði betur.

Nánar um Hunstanton Golf Club völlinn hér:

Perla Sól er fædd árið 2006 en hún fagnar 16 ára afmæli sínu í haust og er því aðeins 15 ára gömul. Það er mikið afrek hjá ungum kylfingi á borð við Perlu Sól að vera með það lága forgjöf að hún komist inn á keppendalistann á svona sterku alþjóðlegu móti.

Samkvæmt reglum um áhugamannamót eru engin peningaverðlaun á þessu móti en það er að miklu að keppa.

Sigurvegarinn fær þátttökurétt á ýmsum atvinnumótum – og risamótum á LPGA og LET. Sú sem sigrar fær keppnisrétt á einu LET móti á þessu ári, auk þess að fá keppnisrétt á risamótunum AIG Women’s British Open 2022 og The Evian Championship 2022. Á næsta ári fær sigurvegarinn keppnisrétt á Opna bandaríska meistaramótinu (US Open) og The Augusta National Women’s Amateur Championship 2023.

<strong>Frá vinstri Hulda Clara Perla Sól Ragnhildur Andrea og Jóhanna Lea <strong>

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ