Það var mikil spenna á Vormót GS sem fram fór í dag á Hólmsvelli í Leiru þar sem að bestu kylfingar landsins mættu til leiks. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, tryggði sér sigur í kvennaflokki með fugli á lokaholunni og Gunnlaugur Árni Sveinsson, GKG, sigraði í karlaflokki með minnsta mun – eftir harða keppni.
Leika átti 36 holur á þessu móti en fyrsta umferðin var felld niður vegna veðurs.
Gunnlaugur Árni lék á 67 höggum eða 5 höggum undir pari vallar. Hann lék fyrri 9 holurnar á 4 höggum undir pari þar sem hann fékk einn örn og tvo fugla. Á síðari 9 holunum fékk hann tvo fugla og einn skolla.
Logi Sigurðsson, GS, sem er ríkjandi Íslandsmeistari í golfi, gerði harða atlögu að efsta sætinu með því að leika síðari 9 holurnar á 4 höggum undir pari, og samtals á 4 undir. Hann fékk fjóra fugla á síðustu fimm holunum en alls fékk hann sjö fugla á hringnum.
Hákon Örn Magnússon, GR, lék á 3 höggum undir pari samtals en hann fékk alls sex fugla á hringnum en tapaði þremur höggum á hringnum.
1. Gunnlaugur Árni Sveinsson, GKG 67 högg (-5)
2. Logi Sigurðsson, GS 68 högg (-4)
3. Hákon Örn Magnússon, GR 69 högg (-3)
4. Sigurður Bjarki Blumenstein, GR 70 högg (-2)
5.-9. Tómas Eiríksson Hjaltested, GR 71 högg (-1)
5.-9. Pétur Sigurdór Pálsson, GOS 71 högg (-1)
5.-9. Guðjón Frans Halldórsson, GKG 71 högg (-1)
5.-9. Daníel Ísak Steinarsson, GK 71 högg (-1)
5.-9. Hjalti Hlíðberg Jónasson, GKG 71 högg (-1)
Ragnhildur tryggði sér sigurinn með fugli á lokaholunni og sigraði með minnsta mun. Hún fékk fugl á fyrstu holu dagsins, tapaði síðan höggi á 11. og 12. braut. Hún fékk eins og áður segir fugl á lokaholunni sem var annar fugl dagsins.
Heiðrún Anna Hlynsdóttir, GOS, lék á 73 höggum eða +1. Hún var á -2 eftir 2 holur en hún fékk þrjá skolla á hringnum og þar á meðal á lokaholunni sem reyndist dýrkeypt þegar uppi var staðið. Auður Bergrún Snorradóttir og Eva Kristinsdóttir, báðar úr GM, enduðu jafnar í 3. sæti á +6 samtals.
1. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR 72 högg (par)
2. Heiðrún Anna Hlynsdóttir, GOS 73 högg (+1)
3.-4. Auður Bergrún Snorradóttir, GM 78 högg (+6)
3.-4. Eva Kristinsdóttir, GM 78 högg (+6)
5. Birna Rut Snorradóttir, GM 78 högg (+7)
6.-8. Helga Signý Pálsdóttir, GR 80 högg (+8)
6.-8. Fjóla Margrét Viðarsdóttir, GS 80 högg (+8)
9. Berglind Björnsdóttir, GR 81 högg (+9)
10. Embla Hrönn Hallsdóttir, GKG 85 högg (+13)
Meðalforgjöfin í karlaflokki var +0,45 og í kvennaflokki var meðalforgjöfin 1.8. Í karlaflokki voru 35 keppendur með 0 eða lægra í forgjöf og í kvennaflokki voru 6 keppendur með 0 eða lægra í forgjöf.
Alls eru keppendur frá 10 golfklúbbum. Flestir eru úr GR eða 21 alls. GKG og GM koma þar á eftir með 13 keppendur hvor um sig.
Vormótin í ár verða alls 2 og eru þau haldin með nýju sniði þar sem þau telja ekki á stigalista GSÍ mótaraðarinnar og telja ekki á heimslista áhugakylfinga. Veglegt verðlaunafé er í boði á þessu mótu en 25% efstu kylfingarnir hljóta verðlaunafé, 14 karlar og 6 konur.
Karlar:
1. 140.000kr.
2. 127.854kr.
3. 110.097kr.
4. 94.115kr.
5. 79.021kr.
6. 65.703kr.
7. 54.160kr.
8. 44.394kr.
9. 37.291kr.
10. 31.964kr.
11. 28.412kr.
12. 25.748kr.
13. 23.973kr.
14. 22.268kr.
Konur:
1. 140.000kr.
2. 44.100kr.
3. 35.700kr.
4. 30.450kr.
5. 25.200kr.
6. 19.950kr.
| Klúbbur | Konur | Karlar | Samtals | |
| 1 | GA- Golfklúbbur Akureyrar | 1 | 1 | 2 |
| 2 | GK – Golfklúbburinn Keilir | 0 | 8 | 8 |
| 3 | GKG – Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar | 3 | 10 | 13 |
| 4 | GM – Golfklúbbur Mosfellsbæjar | 5 | 8 | 13 |
| 5 | GOS – Golfklúbbur Selfoss | 1 | 3 | 4 |
| 6 | GR – Golfklúbbur Reykjavíkur | 3 | 18 | 21 |
| 7 | GS – Golfklúbbur Suðurnesja | 1 | 5 | 6 |
| 8 | GSE – Golfklúbbur Setbergs | 0 | 1 | 1 |
| 10 | NK – Nesklúbburinn | 0 | 5 | 5 |
| Keppandi | Klúbbur | Forgjöf |
| Kristján Þór Einarsson | GM | +5 |
| Logi Sigurðsson | GS | +4.8 |
| Gunnlaugur Árni Sveinsson | GKG | +4.3 |
| Sigurður Bjarki Blumenstein | GR | +4.2 |
| Andri Þór Björnsson | GR | +3.7 |
| Hákon Örn Magnússon | GR | +3.6 |
| Jóhannes Guðmundsson | GR | +3.4 |
| Ingi Þór Ólafson | GM | +3.4 |
| Daníel Ísak Steinarsson | GK | +3.3 |
| Veigar Heiðarsson | GA | +3.2 |
| Böðvar Bragi Pálsson | GR | +2.9 |
| Birgir Björn Magnússon | GK | +2.8 |
| Aron Emil Gunnarsson | GOS | +2,7 |
| Kristófer Karl Karlsson | GM | +2.7 |
| Arnór Ingi Finnbjörnsson | GR | +2.6 |
| Sverrir Haraldsson | GM | +2.4 |
| Guðjón Frans Halldórsson | GKG | +1.5 |
| Breki Gunnarsson Arndal | GKG | +1.4 |
| Tómas Eiríksson Hjaltested | GR | +1.4 |
| Elvar Már Kristinsson | GR | +1.4 |
| Andri Már Óskarsson | GOS | +1.4 |
| Einar Bjarni Helgason | GSE | +1.3 |
| Pétur Sigurdór Pálsson | GOS | +1.3 |
| Arnór Tjörvi Þórsson | GR | +1.3 |
| Sveinn Andri Sigurpálsson | GS | +1.2 |
| Hjalti Hlíðberg Jónasson | GKG | +1.1 |
| Arnar Daði Svavarsson | GKS | +0.9 |
| Jóhann Frank Halldórsson | GR | +0.8 |
| Róbert Leó Arnórsson | GKG | +0.7 |
| Guðmundur Rúnar Hallgrímsson | GS | +0.5 |
| Pétur Þór Jaidee | GS | +0.5 |
| Magnús Yngvi Sigsteinsson | GKG | +0.5 |
| Jón Karlsson | GR | +0.4 |
| Ólafur Marel Árnason | NK | +0.4 |
| Björn Viktor Viktorsson | GR | +0.2 |
| Gunnar Þór Heimisson | GKG | +0.1 |
| Andri Már Guðmundsson | GM | 0.2 |
| Bjarki Snær Halldórsson | GK | 0.2 |
| Arnór Daði Rafnsson | GM | 0.4 |
| Tómas Hugi Ásgeirsson | GK | 0.7 |
| Páll Birkir Reynisson | GR | 0.9 |
| Birkir Blær Gíslason | NK | 1.2 |
| Karl Ottó Olsen | GR | 1.3 |
| Guðmundur Snær Elíasson | GKG | 1.4 |
| Heiðar Steinn Gíslason | NK | 1.4 |
| Andri Ágústsson | GM | 1.5 |
| Nökkvi Gunnarsson | NK | 1.6 |
| Arnór Már Atlason | GR | 1.6 |
| Halldór Viðar Gunnarsson | GR | 1.6 |
| Róbert Smári Jónsson | GS | 1.8 |
| Jóhannes Sturluson | GR | 2.3 |
| Kristian Óskar Sveinbjörnsson | GM | 2.4 |
| Orri Snær Jónsson | NK | 2.5 |
| Þorsteinn Brimar Þorsteinsson | GR | 3.8 |
| Máni Freyr Vigfússon | GK | 3.9 |
| Halldór Jóhannsson | GK | 4.3 |
| Víkingur Óli Eyjólfsson | GK | 4..8 |
| Tryggvi Jónsson | GKG | 4.9 |
| Birkir Thor Kristinsson | GK | 4.9 |
| Ragnhildur Kristinsdóttir | GR | +5 |
| Heiðrún Anna Hlynsdóttir | GOS | +2.2 |
| Berglind Björnsdóttir | GR | +1.2 |
| Auður Bergrún Snorradóttir | GM | +0.6 |
| Sara Kristinsdóttir | GM | +0.1 |
| Eva Kristinsdóttir | GM | 1 |
| Helga Signý Pálsdóttir | GR | 1 |
| Fjóla Margrét Viðarsdóttir | GS | 1 |
| Bryndís Eva Ágústsdóttir | GA | 3.9 |
| Birna Rut Snorradóttir | GM | 4 |
| Eva Fanney Matthíasdóttir | GKG | 4.5 |
| Una Karen Guðmundsdóttir | GKG | 5.3 |
| Embla Hrönn Hallsdóttir | GKG | 5.4 |
| Erla Marý Sigurpálsdóttir | GM | 8.8 |


