Símamótið 2016
Ragnhildur Kristinsdóttir, GR.
Auglýsing

Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR hefur tryggt sér sæti í A-landsliði kvenna sem tekur þátt á Evrópumeistaramóti áhugamanna hér á landi í júlí. Ragnhildur lék best allra á úrtökumóti sem fram fór á dögunum. Á mótinu voru leiknar 36 holur á einum keppnisdegi og síðan 18 holur á tveimur dögum.

EM kvenna fer fram á Urriðavelli hjá Golfklúbbnum Oddi dagana 4.-9. júlí en þar mæta til leiks 20 þjóðir með alla bestu áhugakylfinga Evrópu í kvennaflokki.

Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari mun síðan tilkynna valið á landsliðinu eftir að KPMG-bikarnum, Íslandsmótinu í holukeppni, lýkur á mánudaginn. Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili hefur einnig verið valin í liðið en hún er hæst á heimslista áhugamanna af íslenskum kvenkylfingum.

Guðrún Brá varð í öðru sæti á úrtökumótinu eða þremur höggum á eftir Ragnhildi.

Úrslitin úr mótinu má sjá hér fyrir neðan.

Screen Shot 2016-06-17 at 9.58.32 PM

Símamótið 2016
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK.

 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ