Auglýsing

Ragnhildur Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, náði sínum besta árangri á LET Access móti sem fram fór á Smörum golfvellinum í Danmörku dagana 31. júlí – 2. ágúst.

Ragnhildur hóf atvinnumannaferilinn í lok síðsta árs þegar hún fór í úrtökumót fyrir LET Evrópumótaröðina á Spáni. Eftir úrtökumótið var Ragnhildur með takmarkaðan keppnisrétt á LET Access mótaröðinni, sem er í næst efsta styrkleikaflokki atvinnumótaraða í Evrópu fyrir konur.

GR-ingurinn lék hringina þrjá á 212 höggum (69-76-67) (+2 samtals). Par vallarins var 70 högg – og lék Ragnhildur á höggi undir pari á fyrsta hringnum og þremur undir pari, 67 höggum, á lokahringnum. Hún lék á +6 á öðrum keppnisdegi.

Ragnhildur endaði jöfn í 22. sæti en þetta var sjötta mót hennar á tímabilinu. Hún hefur komist í gegnum niðurskurðinn á þremur þeirra og var 23. sæti hennar besti árangur áður en hún fór í mótið í Danmörku.

Smelltu hér fyrir lokastöðuna og úrslit á mótinu í Danmörku:

Á LET Access mótaröðinni fá sex efstu á stigalistanum í lok keppnistímabilsins keppnisrétt á LET Evrópumótaröðinni – sem er í efsta styrkleikaflokki atvinnumótaraða í Evrópu.

Keppendur sem enda í 7.-20. sæti tryggja sér sjálfkrafa keppnisrétt á lokastigi úrtökumótsins fyrir LET Evrópumótaröðina sem fram fer í lok þess árs.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ