/

Deildu:

Auglýsing

Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, setti nýtt vallarmet á Hlíðavelli á fyrsta keppnisdegi af alls þremur á ÍSAM mótinu sem lauk í gær hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar.

Ragnhildur lék á 67 höggum eða 5 höggum undir pari vallar og bætti þar með vallarmetið sem var áður í eigu Guðrúnar Brár Björgvinsdóttur, GK, sem hún setti í fyrra.

Ragnhildur lék á 67 höggum fyrsta hringnum þar sem hún fékk fjóra fugla (-1), einn örn (-2) en hún tapaði aðeins einu höggi á 2. holu þar sem hún fékk skolla.

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og Ragnhildur Kristinsdóttir, GR léku báðar á -2 samtals og þurfti bráðabana til þess að knýja fram úrslit. Þar hafði Guðrún Brá betur þar sem að Guðrún fékk fugl á 18. brautina sem var fyrsta holan í bráðabananum. Þær Guðrún og Ragnhildur börðust um sigurinn á þessum velli þegar Íslandsmótið fór fram 2020 – þar sem að úrslitin réðust í umspili um sigurinn.

Hulda Clara Gestsdóttir, GKG, varð þriðja. Perla Sól Sigurbrandsdóttir, sem er fædd árið 2006, byrjar keppnistímabilið vel en hún varð í fjórða sæti á þessu sterka móti.

Ragnhildur bætti vallarmetið um eitt högg á fyrsta keppnisdeginum um 1 högg þegar hún lék á 67 höggum en metið var áður í eigu Guðrúnar.

Guðrún Brá lék magnað golf á lokahringnum þar sem hún lék síðustu. 9 holurnar á 5 höggum undir pari vallar.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ