Hákon Örn Magnússon og Guðrún Brá Björgvinsdóttir. Mynd/GM
Auglýsing

ÍSAM mótið – fyrsta stigamótið í GSÍ mótaröðinni 2021 fór fram á Hlíðavelli í Mosfellsbæ dagana 14.-16. maí 2021. Golfklúbbur Mosfellsbæjar var framkvæmdaraðili mótsins. 

Leiknar voru 54 holur eða þrír keppnishringir á þremur keppnisdögum, en tveir niðurskurðir voru í mótinu.

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og Ragnhildur Kristinsdóttir, GR léku báðar á -2 samtals og þurfti bráðabana til þess að knýja fram úrslit. Þar hafði Guðrún Brá betur þar sem að Guðrún fékk fugl á 18. brautina sem var fyrsta holan í bráðabananum. Þær Guðrún og Ragnhildur börðust um sigurinn á þessum velli þegar Íslandsmótið fór fram 2020 – þar sem að úrslitin réðust í umspili um sigurinn.

Hulda Clara Gestsdóttir, GKG, varð þriðja. Perla Sól Sigurbrandsdóttir, sem er fædd árið 2006, byrjar keppnistímabilið vel en hún varð í fjórða sæti á þessu sterka móti.

Ragnhildur bætti vallarmetið um eitt högg á fyrsta keppnisdeginum um 1 högg þegar hún lék á 67 höggum en metið var áður í eigu Guðrúnar.

Guðrún Brá lék magnað golf á lokahringnum þar sem hún lék síðustu. 9 holurnar á 5 höggum undir pari vallar.

Karlaflokkur:

Í karlaflokki var það Hákon Örn Magnússon sem sigraði á -6 samtals 210 höggum en hann lék alla þrjá hringina á sama skori eða 70 höggum. Það var hörkubarátta um sigurinn en þrír kylfingar deildu öðru sætinu og voru aðeins einu höggi á eftir Hákoni Erni.

Kristófer Orri Þórðarson, GKG, Tómas Eiríksson Hjaltested og Kristófer Karl Karlsson, GM deildu 2. sætinu á -5 samtals. Kristófer Karl var

Spennan var mikil í karlaflokknum þar sem að margt breyttist á lokaholunum. Hákon Örn var -8 þegar hann átti tvær holur eftir en hann tapaði tveimur höggum og lék á -6 samtals. Kristófer Orri var á -6 þegar hann átti tveir holur eftir – en hann tapaði höggi á 17. braut. Sömu sögu er að segja af Tómasi Hjaltested sem var á -6 þegar tvær holur voru eftir. Heimamaðurinn Kristófer Karl var á -7 þegar hann átti tvær holur eftir en hann tapaði einnig tveimur höggum á lokakaflanum og lék á -5 samtals.

1. Hákon Örn Magnússon, GR 210 högg (-6) (70-70-70)
2.- 4. Kristófer Orri Þórðarson, GKG 211 högg (-5) (73-69-69)
2.- 4. Tómas Eiríksson Hjaltested 211 högg (-5) (72-69-70)
2.- 4. Kristófer Karl Karlsson, GM 211 högg (-5) (72-67-72)
5. Aron Emil Gunnarsson, GOS 215 högg (-1) (71-73-71) 
6.-7. Sverrir Haraldsson, GM 216 högg (par) (74-72-70) 
6.-7. Andri Már Óskarsson, GOS 216 högg (par) (73-74-69)
8. Daníel Ísak Steinarsson, GK 218 högg (+2) (73-73-72)
9.- 11. Böðvar Bragi Pálsson, GR 221 högg (+5) (73-73-75)
9.- 11. Pétur Sigurdór Pálsson, GOS 221 högg (+5) (70-75-76)
9.- 11. Aron Snær Júlíusson, GKG  221 högg (+5) (69-73-79)
12. Dagbjartur Sigurbrandsson, GR 222 högg (+6) (74-73-75)
13.  Kristján Þór Einarsson, GM 224 högg (+8) (72-72-80) 
14. Dagur Ebenezersson, GM 225 högg (+9 (72-74-79)
15. Björn Viktor Viktorsson, GL 228 högg (74-73-81)

Kvennaflokkur:

1. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK 214 högg (-2) (73-71-70)
2. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR 214 högg (-2) (67-74-73)
3. Hulda Clara Gestsdóttir, GKG 227 högg (+11) (79-76-72)
4. Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR 229 högg (+13) (75-76-78)
5. Heiðrún Anna Hlynsdóttir, GOS 230 högg (+14) (79-74-77)
6. Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, GR 232 högg (+16) (79-76-77)
7. Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA 235 högg (+19) (80-75-80)

<strong>Frá vinstri Kristófer Karl Hákon Örn Kristófer Orri Tómas Hjaltested MyndGM<strong>
<strong>Frá vinstri Ragnhildur Guðrún Brá og Hulda Clara MyndGM<strong>

Staða og úrslit – smelltu hér:

Miðað var við að 50% keppenda í hvorum flokki komist áfram að loknum hring 1 og aftur 50% að loknum hring 2, þó að lágmarki 12 keppendur í hvorum flokki að loknum hring 1 og 6 keppendur í hvorum flokki að loknum hring 2. Ef keppendur voru jafnir í neðstu sætum ofan niðurskurðarlínu fengu þeir báðir/allir halda áfram.

Ef keppendur voru jafnir í neðstu sætum ofan niðurskurðarlínu fengu þeir báðir/allir halda áfram. Keppt var samkvæmt gildandi reglugerð um stigamót karla og kvenna og móta – og keppendareglum GSÍ.

  • Verðlaun frá ÍSAM eru fyrir efstu 3 sætin í hvorum flokki.​
  • Allir keppendur sem leika á lokadegi (ná báðum niðurskurðum) fá 10.000 kr gjafabréf í Prosjoppunni.

Ef keppendur eru jafnir í fyrsta sæti þá verður leikinn bráðabani en að öðru leyti gilda móta – og keppendareglur GSÍ.   Ef keppendur eru jafnir í öðrum sætum skiptast stig og verðlaun jafnt milli þeirra.

Deildu:

Auglýsing
 
Auglýsing
 

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ