Auglýsing

Ragnhildur Kristinsdóttir var í gær kjörin íþróttakona ársins hjá Eastern Kentucky háskólans í Bandaríkjunum. Greint var frá kjörinu í gær á uppskeruhátíð skólans fyrir tímabilið 2021-2022.

Alls voru veitt 15 verðlaun á hátíðinni og fékk golflið skólans viðurkenningu sem lið ársins og þjálfari Ragnhildar í kvennagolfliðinu, Mandy Moore, var valin þjálfari ársins.

Ragnhildur í framhaldsnámi í EKU en hún er á fimmta ári sínu sem leikmaður liðsins.

Ragnhildur fékk þær frábæru fréttir í síðustu viku að hún er hópi þeirra 36 keppenda sem valdir voru til þess að spila í svæðiskeppninni (Regionals). Leikmennirnir sem valdir voru koma allir frá skólaliðum sem komust ekki með lið sín í svæðiskeppnina (Regionals).

Ragnhildur mun því keppa í einstaklingskeppninni á því móti sem fram fer 9.-11. maí. Ragnhildur lék mjög vel á tímabilinu og er í sæti nr. 203 á landsvísu í kvennaflokki í háskólagolfinu – og sá árangur tryggði henni keppnisrétt á svæðismótinu.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ