Ragnhildur Kristinsdóttir, GR á 14. teig í Vestmannaeyjum. Mynd/seth@golf.is
Auglýsing

Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, er úr leik á úrtökumóti fyrir LPGA atvinnumótaröðina í Bandaríkjunum. Alls hófu 311 keppendur leik á 1. stigi úrtökumótsins og komast 100 efstu áfram á 2. stigið. Keppnin fer fram á þremur völlum á Rancho Mirage golfsvæðinu í Kaliforníu.

Alls eru þrjú stig á úrtökumótunum fyrir LPGA. Eftir þriðja keppnisdag, 54 holur, var niðurskurður og var Ragnhildur fimm höggum frá því að komast í gegnum niðurskurðinn. Hún lék hringina þrjá á 224 höggum (72-76-76) (+8)

Smelltu hér fyrir rástíma, skor og úrslit.

Nánari upplýsingar um úrtökumót LPGA.

Smelltu hér fyrir rástíma, skor og úrslit.

Þetta er í fyrsta sinn sem Ragnhildur tekur þátt á úrtökumótinu. Hún hefur á undanförnum árum stundað nám í Kentucky í Bandaríkjunum – samhliða því að keppa í golfi með skólaliðinu.

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, náði frábærunum árangri í nóvember árið 2016 þegar hún komst í gegnum öll þrjú stig úrtökumótsins fyrir LPGA – og tryggði sér keppnisrétt á sterkustu atvinnumótaröð veraldar í kvennaflokki.

<strong>Ragnhildur Kristinsdóttir GR á 10 teig á Vestmannaeyjavelli Myndsethgolfis <strong>
<strong>Ragnhildur Kristinsdóttir á 1 teig á Vestmannaeyjavelli Myndsethgolfis <strong>

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ