Frá 11. flöt á Korpúlfsstaðavelli. Mynd/seth@golf.is
Auglýsing

Korpubikarinn, í samvinnu við Icelandair, fer fram á Korpúlfsstaðavelli dagana 19.-21. ágúst 2022. Mótið er jafnframt lokamótið á stigamótaröð GSÍ. Keppniformið er höggleikur í flokki karla og kvenna, 54 holur leiknar, 18 holur á föstudegi, 18 holur á laugardegi og 18 holur á sunnudegi.

Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og úrslit:

Leikfyrirkomulag
Mótahald fer fram á Korpúlfsstaðavelli. Höggleikur í flokki karla og kvenna, 54 holur leiknar, 18 holur á föstudegi, 18 holur á laugardegi og 18 holur á sunnudegi. Keppt skal samkvæmt gildandi reglugerð um stigamót karla og kvenna og móta- og keppendareglum GSÍ. Keppt er eftir staðarreglum GSÍ ásamt viðbótarstaðarreglum Korpunnar.

Þátttökuréttur
Hámarksfjöldi kylfinga í mótið er 70. Þátttökurétt hafa bæði áhugamenn og atvinnumenn. Í karlaflokki er hámarksforgjöf 5,5 og í kvennaflokki 8,5 og skulu keppendur vera meðlimir í viðurkenndum golfklúbbi.

Þátttökurétt hafa 25 efstu karlar- og konur af stigalista GSÍ, umfram það er raðað inn eftir forgjöf skv. 6. grein í reglugerð um stigamót. Ef fjöldi skráðra keppenda fer yfir hámarksfjölda ræður forgjöf kl 8:00 morgunin eftir að skráningarfresti lýkur því hverjir komast inn í hvorn flokk. Keppendum skal þó fjölgað þannig að fullir ráshópar verði í hvorum flokki. Standi val á milli keppenda með forgjöf jafnlangt frá forgjafarmörkum skal hlutkesti ráða. Keppendur á biðlista þurfa að vera skráðir til leiks.

Verðlaun
Veitt verða verðlaun fyrir 1. – 3. sæti í flokki karla og kvenna.

Ef keppendur eru jafnir í fyrsta sæti þá verður leikinn bráðabani en að öðru leyti gilda móta- og keppendareglur GSÍ. Ef keppendur eru jafnir í öðrum sætum skiptast stig og verðlaun jafnt milli þeirra keppenda.

Gert er ráð fyrir að verðlaunaafhending hefjist 20 mínútum eftir að síðasti ráshópur lýkur leik. Veitt verða verðlaun fyrir Korpubikarinn ásamt stigameisturum GSÍ. 

Mótsstjóri: Ómar Örn Friðriksson 660-2770

Mótsstjórn: Ómar Örn Friðriksson, Harpa Ægisdóttir, Dóra Eyland, Atli Þorvaldsson og Davíð B. Sigurðsson.

Úrdráttur:
Skor er fært inn rafrænt af leikmönnum og skulu kylfingar koma inn að loknum hring í skorherbergi og staðfesta skor. Ræst er af fyrsta teig eingöngu.  

Skjöl sem tengjast mótinu:

Leikhraðareglur: https://drive.google.com/file/d/1UutoILNRev522zvTmHKN9f51mAneXwcl/view?usp=sharing

Hegðunarreglur: https://drive.google.com/file/d/1ktN6VMk_nJ8CC6pK426tzM5xDeVML2Km/view?usp=sharing

Keppnisskilmálar og staðarreglur: https://drive.google.com/file/d/1ZfOovSenrff34vgqzG9odkJ4NeT7flWC/view?usp=sharing

Móta og keppendareglur: https://drive.google.com/file/d/17fVIRMYQVmaFYmdiZSGv2HL836Zd9JVp/view?usp=sharing

Reglugerð: https://drive.google.com/file/d/13hxGUW6_bDfiOb0FnYj7AdAdpgniWF5H/view?usp=sharing

ATH! Mótalýsing er birt með fyrirvara um breytingar

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ