#image_title
Auglýsing

Opið hús verður í Íþróttamiðstöð GKG föstudaginn 7. júní þar sem að PGA golfkennaranemar og Golfsamtök fatlaðra á Íslandi standa að golfviðburði fyrir fólk með líkamlega fötlun.

Í tilkynningu frá skipuleggjendum kemur fram að viðburðurinn verði frá kl. 17-19, og eru áhugasamir hvattir til þess að nýta þetta tækifæri til þess að prófa golfíþróttina – því golf er fyrir alla.

PGA golfkennaranemar taka vel á móti gestum og aðstoða alla sem koma.

Í golfhermum GKG verður boðið upp á kennslu þar sem að ýmsar þrautir og leikir í boði með mismunandi áherslum og útfærslum.

Smelltu hér til að skrá þig á viðburðinn

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ