/

Deildu:

Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR, stigameistari í flokki 15-16 ára. Mynd/seth@golf.is
Auglýsing

Fjórir íslenskir keppendur tóku þátt á Orlando International Amateur sem fram fór á Orange County National golfsvæðinu í Florída í Bandaríkjunum. Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR, lék frábært golf og landaði sigri með stórgóðum lokahring þar sem hún vann sig upp úr fjórða sæti í það fyrsta.

Perla Sól lék hringina þrjá á pari vallar samtals og endaði þremur höggum á undan næsta keppenda.
Helga Signý Pálsdóttir, GR, tók einng þátt og endaði hún í 13. sæti á +23 samtals.

Í piltaflokki voru Dagur Fannar Ólafsson, GKG, og Bjarni Þór Lúðvíksson,GR, á meðal keppenda. Dagur Fannar endaði í 13. sæti á +3 samtals og Bjarni Þór endaði í 21. sæti á +8 samtals.

Frá vinstri: Bjarni Þór Lúðvíksson, Perla Sól Sigurbrandsdóttir,
Dagur Fannar Ólafsson, Helga Signý Sigurpálsdóttir.

Lokastaðan í stúlknaflokki:

Lokastaðan í piltaflokki:

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ