/

Deildu:

Auglýsing

Val á íþróttakonu, íþróttakarli og íþróttaliði Hafnarfjarðar fór fram rafrænt á miðlum Hafnarfjarðarbæjar í gær.

Guðrún Brá Björgvinsdóttir kylfingur frá Golfklúbbnum Keili er íþróttakona Hafnarfjarðar 2021 og Róbert Ísak Jónsson sundmaður úr Íþróttafélaginu Firði er íþróttakarl Hafnarfjarðar 2021.

Afrekslið Hafnarfjarðar 2021 er meistaraflokkur kvenna í körfuknattleik hjá Knattspyrnufélaginu Haukum.

Frá þessu er greint á vef Hafnarfjarðarbæjar.

Guðrún Brá er ein af fremstu kylfingum landsins og hefur verið það í mörg ár. Hún er kvenkylfingur Golfsambands Íslands og Keilis 2021.

Á árinu varð hún Íslandsmeistari kvenna í holukeppni og sigraði á móti B59 á mótaröð þeirra bestu. Guðrún Brá er atvinnukylfingur í golfi og leikur á Evrópumótaröð kvenna þar sem hún var með fullan þátttökurétt á árinu.

Hún tók þátt í sextán mótum á árinu og vann sér inn þátttökurétt á lokamóti á Evrópumótaröðinni á Spáni í nóvember sl. Besti árangur hennar í ár var 12. sæti á Aramaco mótinu á Englandi í júlí og 8. sæti á ATS í Saudi Arabíu í nóvember.

Guðrún Brá endaði í 75. sæti á styrkleikalista LET Evrópumótaraðarinnar og er í sæti 649 á heimslista atvinnukvenna í golfi. Guðrún Brá heldur fullum rétti á árinu 2022 á LET mótaröðinni sem hefst í febrúar. Hún er fjórða íslenska konan sem náð hefur keppnisrétt á mótaröðinni.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ