Auglýsing

Frétt af heimasíðu GKG:

Kæru félagar,

þá er komið að þeim langþráða áfanga að opna Íþróttamiðstöðina okkar með formlegum hætti. Athöfnin verður laugardaginn 9. apríl næstkomandi. Athöfnin hefst kl. 16:00 með því að klippt verður á borða. Samhliða formlegri dagskrá verður boðið upp á léttar veitingar.

Eftir að formlegri dagskrá lýkur munu afrekskylfingar GKG sjá um golfþrautir víðs vegar um húsið. Verður því opið hús á laugardagskvöldi til kl. 20:00 og milli kl. 10:00 og 16:00 á sunnudeginum. Hægt verður að vinna til ýmissa verðlauna í golfþrautunum. Auk þess verða veglegir vinningar dregnir úr skorkortum.

Vonumst til að sjá ykkur,

stjórn og starfsfólk GKG

author avatar
Sigurður Elvar

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ