Frá Korpúlfsstaðavelli. Mynd/GR
Auglýsing

Opna ÖrninnGolf á Öldungamótaröðinni fer fram á Korpúlfsstaðarvelli laugardaginn 28. ágúst en mótið er það sjöunda á mótaröð Landssamtaka eldri kylfinga á þessu tímabili. Sjórinn og Áinn verða leiknar í þessu móti. Skráning stendur yfir og er hægt að skrá sig með því að smella hér.

Mótið er opið öllum kylfingum 50 ára og eldri en athygli er vakin á því að velja rétta teiga við skráningu.

Öldungamótaröðin

Rástímar frá kl. 08:00-15:00

Stigalistarnir verða notaðir til uppröðunar á 8 efstu í hverjum flokki til landsliða, þar sem sömu kylfingar eru á báðum listum telur fyrst listinn án forgjafar.

​Mótanefnd LEK mun raða þessum kylfingum á rástíma frá kl. 09:00-10:10 (karlaflokkar) og 11:00-11:10 (kvennaflokkur)

​Aðrir kylfingar skrá sig undir skráning sjálfir á rástíma.

Mótsgjald greiðist við skráningu. Mótsgjald fæst einungis endurgreitt ef kylfingur afskráir sig fyrir kl. 12:00 þann 27. ágúst, gjöldin verða þá endurgreidd eftir mótið.

Mótið er opið öllum kylfingum 50 ára og eldri.

!!!Kylfingar, ath. munið að velja rétta teiga við skráningu!!

Keppt er í eftirfarandi flokkum:

· LEK – Konur 49+, teigar til landsliðs.

· LEK – Konur 50+, fremri teigar.

· LEK – Karlar 50-54, teigar til landsliðs.

· LEK – Karlar 54+, teigar til landsliðs.

· LEK – Karlar 64+, teigar til landsliðs.

· LEK – Karlar 70+, fremri teigar.

Teigar til landsliðs hjá konum 49+ eru bláir eða sambærilegir.
Teigar til landsliðs hjá körlum gulir eða sambærilegir.

Keppnisskilmálar:

Öldungamótaröðin er stigamót þar sem keppt er um stigameistara LEK í karla og kvenna flokkum 50 ára og eldri og 65 ára og eldri. Allt að 30 efstu keppendur í hverju móti fá stig samkvæmt stigatöflu GSÍ og stigameistarar eru þeir sem hafa hæsta stigafjölda í lok sumars. Öll mót sumarsins telja. Keppandi getur skráð sig í flokk niður fyrir sig í aldri og hlotið stig í báðum flokkum.

Öldungamótaröðin er almennt golfmót þar sem hvert mót er sjálfstætt mót. Keppt er með og án forgjafar og veitt eru vegleg verðlaun í karla og kvenna flokkum. Þrenn verðlaun í höggleik karla og kvenna án forgjafar. Þrenn verðlaun karla og kvenna í keppni með forgjöf. Nándarverðlaun á 2-3 par 3 brautum.

Öldungamótaröðin er keppni til landsliðssæta í karlaflokkum 55+ með og án forgjafar, 65+ með og án forgjafar og kvennaflokki 50 + án forgjafar. Stig eru reiknum samkvæmt stigatöflu GSÍ. Keppandi getur skráð sig í fleiri en einn flokk, niður fyrir sig í aldri og hlotið stig í þeim öllum.

Aldurstakmörk miðast við að þátttakendur hafi náð tilskyldum aldri þegar Evrópumót viðkomandi flokks fer fram á árinu 2022.

Konur mega velja hvort þær leika á bláum eða rauðum teigum en aðeins þær sem leika af bláum teigum eða sambærilegum, vinna stig til landsliðs 49+.
​Karlar 50-54 og 54+ leika af gulum teigum eða sambærilegum. Karlar 64+ leika af gulum teigum eða sambærilegum og vinna stig til landsliðs en karlar 70+ leika af fremri (rauðum) teigum.

Verðlaun:
Verðlaun í Stigamóti Öldungamótaraðarinnar eru veitt stigahæsta karli og stigahæstu konu í flokkum 50+ og 65+ án forgjafar að loknum öllum mótum ársins.

Verðlaun í hverju móti eru veitt fyrir 3 efstu sætin í punktakeppni kvenna og 3 efstu sætin í punktakeppni karla og 3 efstu sæti kvenna án forgjafar af bláum teigum og þrjú efstu sæti karla án forgjafar af gulum teigum.

Verðlaun eru gjafabréf:
Kvennaflokkur án forgjafar.

  1. 20.000 kr.
  2. 15.000 kr.
  3. 10.000 kr.

Karlaflokkur án forgjafar.

  1. 20.000 kr.
  2. 15.000 kr.
  3. 10.000 kr.
    Kvennaflokkur punktakeppni með forgjöf.
  4. 20.000 kr.
  5. 15.000 kr.
  6. 10.000 kr.

Karlaflokkur punktakeppni með forgjöf.

  1. 20.000 kr.
  2. 15.000 kr.
  3. 10.000 kr.

Sami keppandi getur aðeins fengið ein af þessum verðlaunum.

Nándarverðlaun:
Þrenn nándarverðlaun 15.000 kr. á holu.

​Ef jafnt er í leikslok hvort sem er án forgjafar eða með gildir 5. gr. a liður í móta-og keppendareglum GSÍ þó skal ekki fara fram umspil né bráðabani.

Leikhraði:
​Hámarksleikhraði til að ljúka leik er 4. klst. og 30 mínútur. Farið er eftir reglu 6-7 um leiktöf. Víti fyrir brot á reglu er: Fyrsta brot: eitt högg. Annað brot: tvö högg. Seinna brot: Frávísun. (regla 6-7) Ráshópur skal halda í við næsta ráshóp á undan.

Annað:
Þátttökugjald er 6.000 kr.
​Að öðru leyti en hér er tiltekið gilda um mótið: Reglugerð fyrir val á landsliðum LEK og Reglugerð fyrir Öldungamótaröðina sem sjá má á Facebook síðu LEK

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ