/

Deildu:

Jóhannes Þór Sigurðsson vinningshafi.
Auglýsing

Jóhannes Þór Sigurðsson, Golfklúbbi Suðurnesja, fékk aðalvinninginn í Regluverðinum í ár. Regluvörðurinn er golfleikur Varðar og Golfsambands Íslands sem nýtur mikilla vinsælda en hann sameinar bæði gagn og gaman og um leið eiga spilarar kost á glæsilegum verðlaunum.

Dregið var úr fjölmennum hópi þeirra sem tóku þátt í golfleiknum í sumar. Jóhannes vann sér inn glæsilega sjö daga golfferð fyrir tvo til La Sella á Spáni í boði Golfsögu.

Í leiknum geta kylfingar kannað þekkingu sína á golfreglunum og þeir sem standast prófið fá hin eftirsóknarverðu Regluvarðar verðlaun. Vinsældir leiksins hafa aukist jafnt og þétt frá því hann hóf göngu sína fyrir níu árum síðan en í sumar tóku um 36.500 notendur þátt.

Leiknum er einnig ætlað að vekja athygli á Golfvernd Varðar, sem er sérstök trygging fyrir kylfinga gegn þjófnaði á golfbúnaði og öðrum óvæntum atvikum utan vallar sem innan.

Vörður óskar Jóhannesi innilega til hamingju með vinninginn og þakkar um leið öllum þeim sem tóku þátt í golfleiknum í sumar.

<strong>Ingvar Örn Einarsson forstöðumaður Varðar Jóhannes Þór Sigurðsson vinningshafi <br>Haukur Örn Birgisson forseti GSÍ og Hörður Hinrik Arnarson frá Golfsögu<strong>

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ