Auglýsing

Golf Iceland boðar til opins fundar í fundarsal ÍSÍ fimmtudaginn 19. október kl 16:00.

Eins og komið hefur fram fjölgar verulega á hverju ári þeim erlendu kylfingum,sem hér leika og eru þeir nú orðnir nokkur þúsund á ári og tekjur af þeim skipta tugum milljóna.

Á þessu ári er heildaraukning þeirra meðlima sem halda utan um þessar tölur yfir 30 % miðað við 2016 og í fyrra var aukning þeirra yfir 50% miðað við 2015.

Á fundinum verður farið yfir hvernig Golf Iceland vinnur fyrir sína meðlimi í heild að því að auka þessi umsvif og hvað er þar næst á döfinni.

Þá verður farið yfir dæmi um hvernig einstakir meðlimir Golf Iceland koma beint að sölu og kynningarmálum.

Þar mun Gunnar Páll Pálsson frá Golfklúbbi Brautarholts segja frá þeirra reynslu.

Loks mun Helga Ólafsdóttir framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar Around Iceland fara yfir þjónustuþáttinn gagnvart hinum erlenda kylfingi.

Hvað er þjónustulega í góðu lagi, hvað þurfum við að laga til að vera samkeppnihæfir og ná auknum viðskiptum?

Fundurinn er öllum opinn og sérstaklega eru framkvæmdastjórnar, formenn, markaðsstjórar og starfsmenn golfklúbba hvattir til að mæta.

Þeir sem hyggjast mæta eru beðnir að tilkynna það á netfangið info@golficeland.org

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ