Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Mynd/let.
Auglýsing

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir endaði í 76. sæti á LPGA móti sem fram fór í Suður-Kóreu. Ólafía lék samtals á 302 höggum eða +14 (74-79-75-74). Mótið í Suður-Kóreu var 22. mótið hjá Ólafíu á LPGA mótaröðinni á þessu ári. Hún var í 70. sæti á peningalista LPGA mótaraðarinnar og er nokkuð örugg um að halda keppnisrétti sínum á sterkustu mótaröð í heimi.

Næsta mót hjá Ólafíu Þórunni hefst 19. október í Taívan, Swinging Skirts LPGA meistaramótið. Það er fjögurra daga mót og verður það 23. mótið hjá Ólafíu Þórunni á keppnistímabilinu.

Hér má fylgjast með gangi mála á mótinu: 

Flestir af bestu kylfingum heims eru á meðal keppenda á LPGA KEB Hana Bank meistaramótinu. Allir tíu efstu á heimslistanum eru mættar til leiks og alls 18 af 20 efstu á heimslistanum eru á meðal keppenda.

Mótið fór fyrst fram árið 2002 og frá árinu 2014 hafa verið leiknar 72 holur á þessu móti. Frá árinu 2008 hefur mótið farið fram á núverandi keppnisvelli, Ocean Course, SKY72 Golf & Resort.

 

author avatar
Sigurður Elvar

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ