/

Deildu:

Auglýsing

Fyrstu mót sumarsins fyrir bestu kylfinga landsins fara fram hjá Golfklúbbi Suðurnesja og Nesklúbbnum í maí.

Vormót GS verður haldið dagana 19.-20. maí og Vormót NK dagana 25.-26. maí. 

Mótin eru haldin með nýju sniði þar sem þau telja ekki á stigalista GSÍ mótaraðarinnar og telja ekki á heimslista áhugakylfinga.

Leikinn er 36 holu höggleikur í báðum mótunum. 

Þeir kylfingar sem enda á meðal 25% efstu kylfinganna hljóta verðlaunafé. Mótsgjald er 15.000kr sem rennur óskipt í verðlaunafé. 

Skráningarfrestur í Vormót GS er til 23:59 fimmtudaginn 16. maí og skráningarfrestur í Vormót NK er til 23:59 miðvikudaginn 22. maí.

Nánari upplýsingar um mótin má finna í keppnisskilmálum í Golfbox við skráningu. 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ