Thomas Bojanowski unnusti Ólafíu er aðstoðarmaður hennar í mörgum mótum og hann var til staðar í Frakklandi. Mynd/seth@golf.is
Auglýsing

„Ég er bara ánægð með niðurstöðuna í heildina. Ég var að spila ótrúlega vel en ég var samt ekki að ná að skora. Þessi golfvöllur er einn sá besti og sá flottasti sem ég hef spilað á. Og þeir eru orðnir nokkuð margir sem ég hef keppt á.  Völlurinn var í góðu standi en flatirnar kannski aðeins hægar en maður er vanur.  Flatirnar voru ekki mjög stórar en þetta var erfiður völlur en sanngjarn,“ sagði Ólafía Þórunn Kristinsdóttir við golf.is í dag í Frakklandi eftir að hún hafði lokið leik á sínu fyrsta móti á keppnistímabilinu á LET Access mótaröðinni. Ólafía lék á -1 samtals eða (74-72-72) en hún náði um tíma að komast í hóp 10 efstu á mótinu en endaði í 16. sæti þegar uppi var staðið.

Lokastaðan:

Þetta hefði getað verið betra og örugglega verra. Það er bara geðveikt að spila undir pari á fyrsta mótinu. Ég er alveg komin með réttu tilfinninguna í keppnisgolfið eftir langt hlé. Ég hef ekki keppt frá því á úrtökumótinu fyrir LET Evrópumótaröðina í desember á síðasta ári.  Það vantaði stundum þetta fína í leik minn sem kemur þegar maður keppir oftar.

Ég fór í þetta mót til þess að reyna að klifra aðeins upp heimslistann og komast í betri stöðu varðandi Ólympíuleikana.  Það er í raun bara svona hliðardæmi en ég þarf að standa mig mjög vel til þess að komast þangað. Ég er í 873 sæti á heimslistanum og þarf að klifra upp í ca 400 sæti til þess að eiga möguleika. Ég þarf að setja heimsmet held í að stökkva upp listann til þess að komast inn á ÓL, en það er allt hægt er það ekki?“ sagði Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.

ÓIafía náði fjórum fuglum frá 5.-13. braut og var í miklum ham á þeim tíma. Það fór hinsvegar aðeins að halla undan fæti þegar hún fékk þrjá skolla í röð á 15., 16., og 17 – og hún var í raun stálheppinn að ná skolla á 17. eftir smá vesen sem hún kom sér í eftir annað höggið.

Á heildina litið var þetta gott mót hjá Ólafíu Þórunni og verður spennandi að fylgjast með henni og öðrum afrekskylfingum Íslands á komandi vikum og mánuðum.

Screenshot (17)

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ