Frá athöfninni þegar fyrsta skóflustungan var tekinn að nýrri íþróttamiðstöð hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar.
Auglýsing

Frétt af heimasíðu Golfklúbbs Mosfellsbæjar.

Það var stór stund fyrir Golfklúbb Mosfellsbæjar s.l. föstudag þegar tekin var fyrsta skóflustungan að nýrri Íþróttamiðstöð GM sem mun standa miðsvæðis við Hlíðavöll.

Það var myndarlegur hópur ungra kylfinga klúbbsins sem fékk það verkefni að taka sameiginlega fyrstu skóflustunguna að nýju mannvirki undir handleiðslu þjálfara síns Sigurpáls Geirs Sveinssonar Íþróttastjóra GM.

Þegar húsið verður allt komið í gagnið mun verða til aðstaða fyrir börn og ungmenni í Mosfellsbæ að æfa sína íþrótt alfarið í heimabyggð við bestu mögulegu aðstöðu.

Eftir helgi munu jarðavegsframkvæmdir hefjast á fullu og mun verða líflegt um að litast um á svæðinu í vor. Gert er ráð fyrir því að eiginlegar byggingarframkvæmdir hefjist í vor en klúbburinn stefnir að því að flytja inn í fyrsta hluta hússins vorið 2017.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ