Ólafur Björn Loftsson úr Nesklúbbnum var heldur betur í stuði í dag á Íslandsmótinu í höggleik sem leikið er á Korpúlfsstaðavelli. Ólafur Björn lék hringinn í dag á 65 höggum sem er nýtt vallarmet á Korpúlfsstaðavelli, gildandi vallarmet var 67 högg en það átti Ólafur Björn ásamt Birgir Leifur Hafþórssyni. Ólafur fékk einn örn, fjóra fulgla og tólf pör á hringnum góða og er sem stendur í 5.-7. sæti á einu höggi undir pari.
/
- Pistlahöfundur: Sigurður Elvar
Deildu:
Deildu:
Gunnlaugur Árni annar í Illinois
17.09.2025
Afrekskylfingar
Mótavaktin – Gott gengi í vondu veðri
12.09.2025
Afrekskylfingar | Fréttir