GSÍ fjölskyldan
Auglýsing

Sunna Víðisdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur er Íslandsmeistari í kvennaflokki árið 2013. Það var mikil spenna í kvennaflokki á Íslandsmótinu í höggleik í golfi sem var að ljúka á Korpúlfsstaðavelli. Að loknum 72 holum var jafnt því Sunna Víðisdóttir, GR, Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR enduðu allar á 11 höggum yfir pari.  Grípa þurfti því til þriggja holu umspils og voru leiknar holur: 10, 11 og 12. Eftir umspilið féll Ólafía Þórunn úr keppni en hún fékk skolla á 10. holu meðan þær Guðrún Brá og Sunna fengu par. Allar fengu þær svo par á 11. og 12. holu.  Bráðabana þurfti því til að knýja fram úrslit og fór svo að lokum að Sunna Víðisdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur stóð upp sem Íslandsmeistari í kvennaflokki, en hún fékk par á fyrstu holu í bráðabana meðan að Guðrún Brá fékk skolla.

Birgir Leifur Hafþórsson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar er Íslandsmeistari í karlaflokki árið 2013. Birgir Leifur hafði betur í harðri rimmu við Harald Franklín Magnús úr Golfklúbbi Reykjavíkur.  Birgir Leifur lauk leik á samtals tíu höggum undir pari en Haraldur Franklín Magnús úr GR endaði á átta höggum undir pari.  Haraldur Franklín lenti í vandræðum á 16. holu sem hann lék á þremur yfir par sem gerði tiltilvörn hans nær ómögulega. Þórður Rafn Gissurarson úr GR hafnaði í þriðja sæti á samtals tveimur undir pari eftir góðan lokahring.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ