/

Deildu:

Auglýsing

Þórdís Geirsdóttir úr Golfklúbbnum Keili og Einar Lyng Hjaltason úr Golfklúbbnum Kili léku best á Íslandsmóti 35 ára og eldri sem fram fór á Þverárvelli. Þórdís hafði mikla yfirburði og lék hringina þrjá á samtals 246 höggum. Einar Lyng Hjaltason sigraði í karlaflokki en fast á hæla hans komu þeir Baldur Baldursson og Hávarður Gunnarsson. Bráðabana þurfti til að fá úrslit um annað og þriðja sætið og var það Baldur sem hafði betur.

1. sæti Þórdís Geirsdóttir úr Golfklúbbnum Keili á 246 höggum.
2. sæti Helga Þorvaldsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur á 274 höggum
3. sæti Dóra Henriksdóttir úr Golfklúbbnum Vestarr á 284 höggum

1. sæti Einar Lyng Hjaltason úr Golfklúbbnum Kili á 236 höggum
2. sæti Baldur Baldursson úr Golfklúbbnum Þverá á 237 höggum og eftir bráðabana
3. sæti Hávarður Gunnarsson úr Golfklúbbi Grindavíkur á 237 höggum og eftir bráðabana

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ