Auglýsing

Ólafur Björn Loftsson, atvinnukylfingur úr GKG, hefur leik í dag á 1. stigi úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina í golfi.

Ólafur Björn keppir á Golf d’Hardelot vellinum í Frakkland. Alls eru 123 keppendur skráðir til leiks og komast um 20 efstu áfram á 2. stig úrtökumótsins.

Skorið verður uppfært hér:

Alls hafa fimm íslenskir kylfingar tryggt sér sæti á 2. stigi úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina nú þegar – og er það met.

Haraldur Franklín Magnús (GR), Bjarki Pétursson (GKB), Andri Þór Björnsson (GR) og Rúnar Arnórsson (GK) komust allir í gegnum 1. stigið nýverið.

Guðmundur Ágúst Kristjánsson (GR) kemur beint inn á 2. stig úrtökumótsins.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ