Auglýsing

Rúnar Arnórsson (GK), Bjarki Pétursson (GKB) og Aron Snær Júlíusson (GKG) tóku allir þátt á lokaúrtökumótinu fyrir Nordic Tout atvinnumótaröðina. Keppnin fór fram á Rømø Golf Links í Danmörku.

Alls tóku 82 keppendur sem taka þátt á lokaúrtökumótinu. Þar var keppt um öruggt sæti á Nordic Tour atvinnumótaröðinni á næsta tímabili.

Nordic Tour atvinnumótaröðin opnar leið inn á enn stærri mótaraðir. Guðmundur Ágúst Kristjánsson (GR) og Haraldur Franklín Magnús (GR) hafa báðir tryggt sér keppnisrétt á Áskorendamótaröðinni, Challengetour á þessu tímabili með frábærum árangri á Nordic Tour mótaröðinni á þessu ári.

Aðeins var leikinn einn keppnishringur þar sem að keppni var felld niður á öðrum keppnisdegi vegna úrkomu og veðurs.

Bjarki Pétursson endaði í 3. sæti og er því öruggur með að komast inn á flest mótin á Nordic Tour á næsta tímabili.

Rúnar Arnórsson er í sömu stöðu, en hann endaði í 8. sæti og er með keppnisrétt líkt og Bjarki á flestum mótum á Nordic Tour á næsta tímabili.

Aron Snær endaði í 26. sæti og var aðeins einu sæti frá því að komast í hóp 25 efstu.

Þeir sem enda í 25. sæti eða ofar fá keppnisrétt og eru í styrkleikaflokki 7. á Nordic Tour.

Þeir sem enda í sætum 26.-50 fá takmarkaðan keppnisrétt í styrkleikaflokki 9. á Nordic Tour.

Staðan er uppfærð hér.

Þeir sem enda í 25. sæti eða ofar fá keppnisrétt og eru í styrkleikaflokki 7. á Nordic Tour.

Þeir sem enda í sætum 26.-50 fá takmarkaðan keppnisrétt í styrkleikaflokki 9. á Nordic Tour.

Þeir sem ná ekki í gegnum niðurskurðinn á lokaúrtökumótinu fá takmarkaðan keppnisrétt og eru í styrkleikaflokki 12 á Nordic Tour.

<strong>Bjarki Pétursson Myndsethgolfis <strong>
<strong>Rúnar Arnórsson Myndsethgolfis <strong>
<strong>Aron Snær Júlíusson Myndsethgolfis <strong>
author avatar
Sigurður Elvar

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ