Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Mynd/seth@golf.is
Auglýsing

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR er í toppbaráttunni fyrir lokahringinn á næst sterkustu atvinnumótaröð Evrópu. Mótið fer fram í Belgíu á LET Access mótaröðinni og er Ólafía á -3 samtals. Hún lék á 70 höggum í dag eða -3 en par vallar er 73. Hún fékk alls 6 fugla á hringnum og er Ólafía í 7. sæti fjórum höggum á eftir efsta kylfingin mótsins.

Ólafía hóf leik á 1. teig í dag og var hún -2 eftir fyrri 9 holurnar og hún náði þremur fuglum til viðbótar á síðari 9 holunum og lék á -3 samtals.

Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni lék á 76 höggum í dag eða +3 og komst hún ekki í gegnum niðurskurðinn á +5 samtals. Hún var einu höggi frá því að komast í gegnum niðurskurðinn. Valdís hóf leik í dag á 10. teig og eftir erfiða byrjun náði hún að vinna fjögur högg til baka með fjórum fuglum á 16., 17., 18. og 2. braut.

Staðan:

Screen Shot 2016-07-15 at 7.07.15 PM

Screen Shot 2016-07-15 at 7.07.25 PM

author avatar
Sigurður Elvar

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ