Auglýsing

Í gær hófst Evrópumót eldri kylfinga við borgina Waterloo í Belgíu. LEK sendir lið til þessa móts og keppir það á golfvelli sem ber nafnið Chateau de Tournette. Mótið fer fram í tvennu lagi – með og án forgjafar og keppir lið LEK með forgjöf.

Alls eru  keppendur yfir tvö hundruð frá átján þjóðum.

Lið LEK er skipað eftirtöldum keppendum: Jóhann Peter Andersen, Guðlaugur R Jóhannsson, Gunnlaugur Ragnarsson, Helgi Hólm, Kristinn Jóhannsson og Pétur Elíasson.

Fyrirkomulagið er þannig að fyrstu tvo dagana leika tveir saman í punktakeppni og telst betra skor kependa á hverri holu fyrir sig. Síðasta daginn er síðan leiknn einmenningur. Ávallt gildir skor bestu fjögurra í hvern dag keppninni.

Í gær voru það Norðmenn sem léku ótrúlega vel og skiluðu 87 punktum í hús, Sviss var með 77 punkta og síðan fjórar þjóðir með 75 punkta. Lið Íslands er í 13. – 14. sæti með 69 punkta. Heimasíða keppninnar er argsb.be og þar má fylgjast með úrslitum frá degi til dags.

Í gær kynntust menn ýmsum útgáfum veðurs, s,s, sólskyni og hita, rigningu svo um munaði, þrumum og smá golu. Leikur var mjög hægur og tók rúma sex tíma að klára hringinn.

Hér fylgja með nokkrar myndir af liðinu, setningarathöfn  og vellinum.

20160710_095845
20160712_095955 20160712_200219

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ