Auglýsing

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, varð þriðja í kjörinu á Íþróttamanni ársins 2016. Gylfi Þór Sigurðsson landsliðsmaður í knattspyrnu varð efstur í kjörinu hjá Samtökum íþróttafréttamanna og sundkonan Hrafnhildur Lúthersdóttir úr SH varð önnur. Þetta er í þriðja sinn sem kylfingur er á meðal þriggja efstu en Sigurður Pétursson varð þriðji árið 1985 og Úlfar Jónsson varð í 2.-10. sæti árið 1987.

Ólafía er fyrsti kylfingurinn frá árinu 2011 sem nær inn á topp 10 listann.

Golfsamband Íslands óskar Ólafíu innilega til hamingju með árangurinn í kjörinu á Íþróttamanni ársins 2016 – en hún náði frábærum árangri á árinu 2016 og er fyrsti íslenski kylfingurinn sem tryggir sér keppnisrétt á LPGA mótaröðinni í Bandaríkjunum.

Eftirtaldir kylfingar hafa verið á topp 10 listanum í kjörinu á Íþróttamanni ársins:

1963: Magnús Guðmundsson 10.
1965: Magnús Guðmundsson 7.
1977: Björgvin Þorsteinsson 9.
1979: Hannes Eyvindsson 8.
1981: Ragnar Ólafsson 6.
1984: Ragnar Ólafsson 9.
1985: Sigurður Pétursson 3.
1986: Úlfar Jónsson 9.
1987: Úlfar Jónsson 2.-10.
1988: Úlfar Jónsson 5.
1990: Úlfar Jónsson 4.
1992: Úlfar Jónsson 5.
1993: Úlfar Jónsson 5. Þorsteinn Hallgrímsson 8.
1996: Birgir Leifur Hafþórsson 5.
1997: Birgir Leifur Hafþórsson 6.
1998: Ragnhildur Sigurðardóttir 9.
2000: Birgir Leifur Hafþórsson 5.
2001: Birgir Leifur Hafþórsson 6.
2002: Ólöf María Jónsdóttir 9.
2003: Ragnhildur Sigurðardóttir 9.
2004: Ólöf María Jónsdóttir 4., Birgir Leifur Hafþórsson 5.
2005. Ólöf María Jónsdóttir 8.
2006: Birgir Leifur Hafþórsson 4.
2007: Birgir Leifur Hafþórsson 5.
2011: Ólafur Björn Loftsson 10.
2016: Ólafía Þórunn Kristinsdóttir 3.

Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson hefur verið kjörinn íþróttamaður ársins 2016 af Samtökum íþróttafréttamanna. Þetta er í annað sinn sem hann hlýtur sæmdarheitið, áður varð hann fyrir valinu árið 2013. Gylfi Þór leikur sem knattpspyrnumaður með velska liðinu Swansea og er lykilleikmaður í íslenska landsliðinu í knattspyrnu, sem komst í 8-liða úrslit á Evrópumótinu í Frakklandi síðastliðið sumar.

Gylfi Þór fékk 430 stig af 460 mögulegum í kjörinu en 24 félagsmenn í Samtökum íþróttafréttamanna greiddu atkvæði þetta árið. Önnur varð sundkonan Hrafnhildur Lúthersdóttir, þrefaldur verðlaunahafi á Evrópumeistaramótinu í sundi í 50 m laug en hún keppti einnig til úrslita, fyrst íslenskra kvenna ásamt Eygló Ósk Gústafsdóttir, í sundi á Ólympíuleikum á leikunum í Ríó í sumar.

Kylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir varð þriðja í kjörinu með 214 stig. Hún keppti á Evrópumótaröðinni í golfi á árinu og komst inn á bandarísku atvinnumannamótaröðina í golfi, fyrst íslenskra kylfinga.

Lið ársins var valið karlalandslið Íslands í knattspyrnu með fullt hús stiga, 120 stig. Dagur Sigurðsson, þjálfari þýska landsliðsins í handknattleik, var valinn þjálfari ársins en hann gerði lið sitt að Evrópumeisturum í upphafi árs auk þess sem að það vann til bronsverðlauna á Ólympíuleikunum í Ríó.

Heildarniðurstaða kjörsins:

1. Gylfi Þór Sigurðsson, knattspyrna 430 stig
2. Hrafnhildur Lúthersdóttir, sund 390
3. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, golf 214
4. Aron Einar Gunnarsson, knattspyrna 167
5. Eygló Ósk Gústafsdóttir, sund 117
6. Sara Björk Gunnarsdóttir, knattspyrna 100
7. Júlían J. K. Jóhannsson, kraftlyftingar 80
8. Aron Pálmarsson, handbolti 65
9. Martin Hermannsson, körfubolti 57
10. Aníta Hinriksdóttir, frjálsíþróttir 45
11. Ragnar Sigurðsson, knattspyrna 28
12. Kári Árnason, knattspyrna 23
13. Fanney Hauksdóttir, kraftlyftingar 16
14. Jón Arnór Stefánsson, körfubolti 7
15. Ásdís Hjálmsdóttir, frjálsíþróttir 6
16. Irina Sazonova, fimleikar 3
17. Glódís Perla Viggósdóttir, knattspyrna 2
18. Dagný Brynjarsdóttir, knattspyrna 1
19. Birgir Leifur Hafþórsson, golf 1

Lið ársins:

1. Karlalandslið Íslands í knattspyrnu 120 stig
2. Kvennalandslið Íslands í knattspyrnu 62 stig
3. Karlalandslið Íslands í körfubolta 30 stig
4. Kvennalandslið Íslands í hópfimleikum 3 stig
5. Karlalandslið Íslands í handbolta 1 stig

Þjálfari ársins:

1. Dagur Sigurðsson 67 stig
2. Guðmundur Guðmundsson 62
3. Heimir Hallgrímsson 54
4. Þórir Hergeirsson 33

author avatar
Sigurður Elvar

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ