/

Deildu:

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Mynd/seth@golf.is
Auglýsing

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir náði frábærum árangri á 2. stigi úrtökumótsins fyrir bandarísku LPGA atvinnumótaröðina. GR-ingurinn tryggði sér örugglega keppnisrétt á lokaúrtökumótinu með því að enda í 12.-14. sæti og þar að auki hefur hún tryggt sér keppnisrétt á Symetra atvinnumótaröðinnni sem er næst sterkasta atvinnumótaröðin í Bandaríkjunum.

Lokastaðan:

Ólafía Þórunn lék á pari vallar samtals á 72 holum og hún segir að leikskipulagið hafi verið einfalt – að fá par á hverja einustu holu.

„Leikskipulagið var sett upp með það markmið að fá par á hverja einustu holu. Það voru nokkrar par 5 holur sem hefði verið hægt að fara inna í tveimur, það hefði verið gaman en of mikil áhætta, með stórum vötnum fyrir framan, ég t.d lagði alltaf upp þar. Svo fær maður auðvitað fugla og skolla líka samt, en ég ætti ekki að fá neinar stórar tölur. Ég endaði mótið á parinu, þannig að markmiðinu var náð. Það er ótrúlega gaman að vera komin svona langt. Þetta sýnir sjálfri mér hvað ég er fær um, það er mjög mikilvægt að trúa að maður getur þetta. En nú er bara að einbeita sér að næsta markmiði. Það eru mót framundan í Kína, Abu Dhabi og Indlandi og síðan tekur við lokastigið á LPGA.

Alfreð Brynjar bróðir Ólafíu var aðstoðarmaður hennar á 2. stigi úrtökumótsins og segir Ólafía að það hafi verið gott að hafa hann með sér.

„Það var mjög gott að hafa Alfreð með mér, það hjálpar verulega að hafa einhvern sem maður treystir til að ráðfæra sig við og svo bara hafa gaman. Það er svo mikilvægt að hafa gaman á meðan mótinu stendur og við svo sannarlega skemmtum okkur konunglega,“ sagði Ólafía en hún er þessa stundina á leiðinni til Kína þar sem hún tekur þátt á mótum á LET Evrópumótaröðinni sem er sterkasta atvinnumótaröð Evrópu í kvennaflokki.

„Það er stíft dagskráframundan. Ég kláraði úrtökumótið og flýg núna strax til Kína. Svo fer ég úr móti í mót, Abu Dhabi og Indland þar á eftir. Næst þarf ég örugglega að fara að plana æfingaferð til Ameríku og byrja að undirbúa mig fyrir lokastigið. Ég þarf örugglega að sleppa móti í Qatar á Evrópumótaröðinni sem er á svipuðum tíma og úrtökumotið, sem er smá bömmer að það þurfi að vera á sama tíma, en ég er samt svo ánægð að hafa komist svona langt hérna. Á lokadeginum fékk ég að spila með Mel Reid og Angel Yin. Mel var í Solheim cup liðinu og er hálfgerð „súperstjarna”. Og Angel er góð vinkona mín sem er byrjuð að gera góða hluti! Það var mjög gaman. Fyrsta skiptið sem ég fékk einhvern smá hjartslátt í mótinu var á fyrsta teig eftir að þurfa að slá á eftir Mel Reid, fyndin tilfinning,“ sagði Ólafía Þórunn.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ