Mynd/Jóhannes Æ. Hilmarsson
Jón Júlíusson.
Auglýsing

Kylfingar gera yfirleitt allt sem hægt er til þess að forðast vítishögg. Jón Júlíusson, deildarstjóri íþrótta- og tómstundadeildar Kópavogs og félagi í GKG, er einn af þeim.

Jón lenti í áhugaverðri stöðu á dögunum á 16. braut á Leirdalsvelli þar sem hann var að leika með bæjarstarfsmönnum Kópavogs.

Bolti Jóns lenti við þekktan klett á þessari par 5 holu og þurfti hann að „klífa bjargið“ til þess að komast að boltanum með kylfunni. Jón leysti þetta verkefni með glæsibrag og hitti boltann svo vel að hann flaug um 80 metra í átt að flötinni. Vel gert Jón og meira af slíku.

Ljósmyndina tók Jóhannes Æ. Hilmarsson.

Mynd/Jóhannes Æ. Hilmarsson
Jón Júlíusson

Deildu:

Auglýsing
 
Auglýsing
 

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ