/

Deildu:

"Íslandsmótið í höggleik. Golf, sumar 2014, GKG, Leirdalsvöllur. Birgir Leifur Hafþórsson Ólafía Þórunn Kristinsdóttir Íslandsmót"
Auglýsing

Þau Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur og Birgir Leifur Hafþórsson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar eru kylfingar ársins árið 2014.  Ólafía og Birgir eru m.a. Íslandsmeistarar í golfi og atvinnukylfingar styrkt af Forskoti afrekssjóði kylfinga en að honum standa Eimskipafélag Íslands, Íslandsbanki, Icelandair, Valitor og Golfsambandið

Í umsögn um valið kom fram að eftirfarandi:

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG:

Íslandsmeistari i höggleik karla og komst á lokaúrtökumótið fyrir Evrópsku mótaröðina. Birgir Leifur hefur verið í fremstu röð íslenskra kylfinga um árabil og var eini íslenski kylfingurinn sem náði alla leið í lokaúrtökumótið fyrir Evrópsku mótaröðina.

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR:

Íslandsmeistari í höggleik kvenna og var lykilmaður í landsliði Íslands sem keppti á Heimsmeistaramótinu í Japan þar sem Ísland náði besta árangri kvennaliðs frá upphafi. Ólafía komst á lokaúrtökumótið fyrir Evrópsku mótaröð kvenna.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ