Golfsamband Íslands

Ólafía Þórunn með lágmarksvæntingar fyrir fyrsta mótið á LPGA

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Mynd/seth@golf.is

„Ég er með lágmarksvæntingar fyrir þetta mót eins og öll önnur mót. Mér líður bara vel og það verður skemmtilegt að byrja þetta ferli,“ sagði Ólafía Þórunn Kristinsdóttir atvinnukylfingur úr GR við golf.is á Ocean Club vellinum á Bahamas í morgun þar sem að Pure Silk mótið á LPGA mótaröðinni fer fram næstu daga.

Ólafía verður í sannkölluðum „stjörnuráshóp“ fyrstu tvo keppnisdagana og var Ólafía afar ánægð með að hafa fengið tækifæri að leika með einni af sínum bestu vinkonum. Þær hefja leik kl. 8.22 að staðartíma á Paradis Island á Bahamas eða kl. 13.22 að íslenskum tíma.

„Ég var mjög glöð þegar ég sá að vinkona mín Cheyenne Woods var með mér í ráshóp. Það mun gera fyrsta keppnisdaginn mun einfaldari fyrir mig. Þetta verður í alvörunni eins og að spila með vini sínum og ég er mjög þakklát fyrir að mótsstjórnin setti þetta svona upp,“

[pull_quote_right]Ég var mjög glöð þegar ég sá að vinkona mín Cheyenne Woods var með mér í ráshóp.[/pull_quote_right]

Ólafía Þórunn verður í ráshóp með Cheyenne Woods liðsfélaga sínum úr háskólaliði Wake Forest í Bandaríkjunum og Natalie Gulbis sem er ein sú allra þekktasta á LPGA en gengi hennar hefur ekki verið upp á það besta á undanförnum árum.

„Ég held að þetta hafi bara verið sett svona upp fyrir sjónvarpsútsendinguna. Þeir vilja eflaust koma því að við Cheyenne vorum liðsfélagar í Wake Forest.

Mörg viðtöl hafa birst á undanförnum vikum við Ólafíu Þórunni í bandarískum fjölmiðlum. Hún hefur m.a. verið í sjónvarpsþáttum hjá Golf Channel og segir Ólafía að áhuginn sé töluvert mikill að fjalla um Ísland og golfíþróttina frá þeim vinkli.

[pull_quote_right]Mörg viðtöl hafa birst á undanförnum vikum við Ólafíu Þórunni í bandarískum fjölmiðlum[/pull_quote_right]

„Ég finn að fjölmiðlafólkið óskar eftir því að fá eitthvað skemmtilegt til að skrifa um. Það er mikill áhugi frá þeim að tala við mig og þeim finnst það sérstakt að Ísland eigi kylfing á sterkustu atvinnumótaröð í heimi. Það er bara gaman að því, þeir spyrja oft mjög undarlegra spurninga. Mér finnst skemmtilegast þegar fréttamaðurinn veit ekkert sum Ísland. Þá halda þeir oft að það sé bara ís og jöklar á Íslandi og engir golfvellir.

Cheyenne Woods og Ólafía voru liðsfélagar í bandaríska háskólaliðinu Wake Forest. Woods er eins og nafnið gefur til kynna frænka hins eina sanna Tiger Woods. Earl Dennison Woods Jr. er faðir Cheyenne en hann og Tiger Woods áttu sama föður, Earl Woods

Natalie Gulbis er einnig bandarísk eins og Cheyenne Woods. Gulbis er 34 ára gömul og hefur sigrað á einu móti á LPGA mótaröðinni árið 2007 á Evian meistaramótinu sem var á þeim tíma ekki eitt af risamótunum fimm á LPGA. Gulbis hefur þrívegis verið í Solheimliðinu hjá Bandríkjunum, 2005, 2007 og 2009.

Nánar um Cheyenne Woods
Nánar um Natalie Gulbis.

Hér eru myndir frá lokaæfingahring Ólafíu Þórunnar á fyrir Pure Silk mótið á LPGA sem hefst á fimmtudaginn.

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Mynd/seth@golf.is
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir Myndsethgolfis
Frá 8 braut á Ocean vellinum á Bahamas Myndsethgolfis
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir Myndsethgolfis
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir Myndsethgolfis
Frá 7 braut á Ocean vellinum á Bahamas
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir Myndsethgolfis
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir Myndsethgolfis
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir Myndsethgolfis
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir Myndsethgolfis
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir Myndsethgolfis
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir Myndsethgolfis
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir Myndsethgolfis
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir Myndsethgolfis
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir Myndsethgolfis
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir Myndsethgolfis
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir Myndsethgolfis
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir Myndsethgolfis
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir Myndsethgolfis
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir Myndsethgolfis
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir Myndsethgolfis
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir Myndsethgolfis
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir Myndsethgolfis

 

 

Exit mobile version