Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Mynd/seth@golf.is
Auglýsing

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir verður í sannkölluðum „stjörnuráshóp” fyrstu tvo keppnisdagana á Pure Silk-Bahamas LPGA Classic mótinu. GR-ingurinn verður með stórvinkonu sinni, Cheyenne Woods og Natalie Gulbis, í ráshóp.

Þær hefja leik kl. 8.22 að staðartíma á 1. teig á fimmtudaginn eða kl. 13.22 að íslenskum tíma.

Nánar hér: 

Cheyenne Woods og Ólafía voru liðsfélagar í bandaríska háskólaliðinu Wake Forest. Woods er eins og nafnið gefur til kynna frænka hins eina sanna Tiger Woods. Earl Dennison Woods Jr. er faðir Cheyenne en hann og Tiger Woods áttu sama föður, Earl Woods

Natalie Gulbis er bandarísk eins og Cheyenne Woods. Gulbis er 34 ára gömul og hefur sigrað á einu móti á LPGA mótaröðinni árið 2007 á Evian meistaramótinu sem var á þeim tíma ekki eitt af risamótunum fimm á LPGA. Gulbis hefur þrívegis verið í Solheimliðinu hjá Bandríkjunum, 2005, 2007 og 2009.

Nánar um Cheyenne Woods

Nánar um Natalie Gulbis.

Natalie Gulbis á Bahamas í dag. Mynd/seth@golf.is
Natalie Gulbis á Bahamas í dag. Mynd/seth@golf.is

 

Cheyenne Woods.
Cheyenne Woods.

 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ